Fiat hættir við Charlie Sheen auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:51 Úr Fiat 124 Spider auglýsingunni með Charlie Sheen. Fiat hefur tekið upp auglýsingu með leikaranum Charlie Sheen fyrir nýjan bíl framleiðandans, Fiat 124 Spider. Sú auglýsing verður hinsvegar aldrei sýnd þar sem Fiat hefur ákveðið að setja hana ofan í skúffu í kjölfar þess að Charlie Sheen hefur viðurkennt að vera HIV-smitaður. Fiat hefur áður fengið Charlie Sheen til að leika í auglýsingu fyrir sig þar sem Fiat 500 Abarth bíll var kynntur fyrir nokkrum árum og nú átti að endurtaka leikinn með nýjan sportbíl Fiat sem kemur á markað á næsta ári. Þar fer smár sportbíll, Fiat 124 Spider, sem framleiddur er af Mazda í Japan þar sem það var ódýrara en að framleiða bílinn heimafyrir. Sá bíll á margt sameiginlegt með Mazda MX-5 Miata og er nauðalíkur að auki. Örfáir hafa þó séð auglýsinguna með Charlie Sheen, en hún var sýnd áður en hún var fullgerð á forsýningu Fiat 124 Spider fyrir blaðamenn í höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automotive þann 3. nóvember. Ekki munu því fleiri sjá auglýsinguna. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent
Fiat hefur tekið upp auglýsingu með leikaranum Charlie Sheen fyrir nýjan bíl framleiðandans, Fiat 124 Spider. Sú auglýsing verður hinsvegar aldrei sýnd þar sem Fiat hefur ákveðið að setja hana ofan í skúffu í kjölfar þess að Charlie Sheen hefur viðurkennt að vera HIV-smitaður. Fiat hefur áður fengið Charlie Sheen til að leika í auglýsingu fyrir sig þar sem Fiat 500 Abarth bíll var kynntur fyrir nokkrum árum og nú átti að endurtaka leikinn með nýjan sportbíl Fiat sem kemur á markað á næsta ári. Þar fer smár sportbíll, Fiat 124 Spider, sem framleiddur er af Mazda í Japan þar sem það var ódýrara en að framleiða bílinn heimafyrir. Sá bíll á margt sameiginlegt með Mazda MX-5 Miata og er nauðalíkur að auki. Örfáir hafa þó séð auglýsinguna með Charlie Sheen, en hún var sýnd áður en hún var fullgerð á forsýningu Fiat 124 Spider fyrir blaðamenn í höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automotive þann 3. nóvember. Ekki munu því fleiri sjá auglýsinguna.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent