Svarthvítt Ríkisútvarp Stjórnarmaðurinn skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Ef taka ætti mark á þeim sem hæst hafa í umræðunni um Ríkisútvarpið mætti halda að Ísland væri eina landið í heiminum þar sem styr stendur um starfsemi ríkisfjölmiðla. Þannig hafa margir beitt fyrir sig rökum á þá leið að til dæmis BBC í Bretlandi eða DR í Danmörku séu standandi dæmi um mikilvægi og tilverurétt almannafjölmiðla. Röksemdir sem þessar eru hins vegar mikil einföldun. Í fyrsta lagi bera þær þess vott að fólk geti einungis verið með eða á móti Ríkisútvarpinu. Annaðhvort verði RÚV lagt niður eða það starfi áfram í nokkurn veginn óbreyttri mynd. Skoðanir flestra falla væntanlega á milli. Stjórnarmaðurinn telur til dæmis að ríkisfjölmiðlar eigi rétt á sér, þeir eigi hins vegar að forðast samkeppni við einkaaðila. Þannig á Ríkisútvarpið ekki að bjóða þjónustu sem er nú þegar í boði annars staðar, það á ekki að keppa við einkaaðila um efniskaup og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Í öðru lagi þá vill oft brenna við að þegar gripið er í samanburð við erlenda ríkisfjölmiðla þá séu slíkir fjölmiðlar sveipaðir einhvers konar dýrðarljóma. Vitanlega er það ekki svo. Fyrir hvern þátt af David Attenborough á BBC, er fjöldi útsendinga af hæfileikakeppnum ýmiss konar, sem þó er ekki þverfótað fyrir á einkastöðvunum. BBC er líka illa rekin stofnun á flesta mælikvarða. Svo mjög að stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 140 milljarða króna á næstu sjö árum. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt. M.a. stendur til að skera stórlega niður framboð á íþróttaefni enda ofgnótt af slíku í boði hjá einkaaðilunum. Þannig hefur BBC nú þegar gefið eftir réttinn á opna breska meistaramótinu í golfi og til stendur að gera slíkt hið sama varðandi Formúlu 1 kappaksturinn. Samanburður leiðir líka í ljós mikla sóun. Á BBC eru t.d. 129 fjölmiðlafulltrúar á meðan hjá ITV starfa 35. ITV selur þó eigið efni um allan heim. Launakostnaður hjá félaginu er sömuleiðis gríðarlegur og jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Ljóst er að taka þarf til á ýmsum vígstöðvum eigi sparnaðaráform að standast. BBC er því ekki gallalaust frekar en önnur fyrirtæki. Engum dettur hins vegar í hug að þeir sem berjast fyrir umbótum í rekstri stofnunarinnar séu allir sérstakir óvinir almannaútvarps.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Ef taka ætti mark á þeim sem hæst hafa í umræðunni um Ríkisútvarpið mætti halda að Ísland væri eina landið í heiminum þar sem styr stendur um starfsemi ríkisfjölmiðla. Þannig hafa margir beitt fyrir sig rökum á þá leið að til dæmis BBC í Bretlandi eða DR í Danmörku séu standandi dæmi um mikilvægi og tilverurétt almannafjölmiðla. Röksemdir sem þessar eru hins vegar mikil einföldun. Í fyrsta lagi bera þær þess vott að fólk geti einungis verið með eða á móti Ríkisútvarpinu. Annaðhvort verði RÚV lagt niður eða það starfi áfram í nokkurn veginn óbreyttri mynd. Skoðanir flestra falla væntanlega á milli. Stjórnarmaðurinn telur til dæmis að ríkisfjölmiðlar eigi rétt á sér, þeir eigi hins vegar að forðast samkeppni við einkaaðila. Þannig á Ríkisútvarpið ekki að bjóða þjónustu sem er nú þegar í boði annars staðar, það á ekki að keppa við einkaaðila um efniskaup og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Í öðru lagi þá vill oft brenna við að þegar gripið er í samanburð við erlenda ríkisfjölmiðla þá séu slíkir fjölmiðlar sveipaðir einhvers konar dýrðarljóma. Vitanlega er það ekki svo. Fyrir hvern þátt af David Attenborough á BBC, er fjöldi útsendinga af hæfileikakeppnum ýmiss konar, sem þó er ekki þverfótað fyrir á einkastöðvunum. BBC er líka illa rekin stofnun á flesta mælikvarða. Svo mjög að stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 140 milljarða króna á næstu sjö árum. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt. M.a. stendur til að skera stórlega niður framboð á íþróttaefni enda ofgnótt af slíku í boði hjá einkaaðilunum. Þannig hefur BBC nú þegar gefið eftir réttinn á opna breska meistaramótinu í golfi og til stendur að gera slíkt hið sama varðandi Formúlu 1 kappaksturinn. Samanburður leiðir líka í ljós mikla sóun. Á BBC eru t.d. 129 fjölmiðlafulltrúar á meðan hjá ITV starfa 35. ITV selur þó eigið efni um allan heim. Launakostnaður hjá félaginu er sömuleiðis gríðarlegur og jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Ljóst er að taka þarf til á ýmsum vígstöðvum eigi sparnaðaráform að standast. BBC er því ekki gallalaust frekar en önnur fyrirtæki. Engum dettur hins vegar í hug að þeir sem berjast fyrir umbótum í rekstri stofnunarinnar séu allir sérstakir óvinir almannaútvarps.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira