Rússnesku flugmennirnir skotnir á leið til jarðar í fallhlífum Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Þeir Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust á leiðtogafundi í Tyrklandi fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins. Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins.
Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent