Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Í kerskálum í Straumsvík eru samtals 480 ker og mjög kostnaðarsamt ef vinnsla raskast. fréttablaðið/hari Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira