Svona væri fullkominn leikur fyrir Zlatan í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2015 11:30 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic, framherji Paris Saint-Germain, er þekktur fyrir yfirlýsingar um sjálfan sig og enn ein féll í aðdraganda leiks PSG í Meistaradeildinni í kvöld. Paris Saint-Germain liðið heimsækir þá Malmö í fimmtu umferð Meistaradeildarinnar en Zlatan Ibrahimovic er þarna að koma aftur heim til að mæta sínu gamla liði. Þetta er stór dagur fyrir Malmö-búa og allt er á öðrum endanum í borginni vegna þessa leiks. Þar elska allir Zlatan Ibrahimovic og jafnvel meira en sitt félag. En hvernig væri fullkomið kvöld fyrir Zlatan Ibrahimovic? Það stóð ekki á svari hjá sænska framherjanum. „Fullkomin atburðarás væri sú að við myndum vinna leikinn, ég myndi skora þrennu og allir á vellinum myndu síðan syngja nafnið mitt eftir leikinn," sagði Zlatan Ibrahimovic. Hinn 34 ára gamli Zlatan Ibrahimovic var fæddur í Malmö og spilaði með liði borgarinnar frá 1999 til 2001. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar með öðru félagsliði í borginni og það seldist strax upp á leikinn. Zlatan Ibrahimovic mun sjá til þess að Malmö-búar geti upplifað stemmninguna því Zlatan leigði aðaltorgið í Malmö, Stortorget, og þar verður leikurinn sýndur á risaskjá. Íslendingurinn í liði Malmö, Kári Árnason, fær ekki að taka þátt í leiknum í kvöld þar sem hann tekur út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í umferðinni á undan.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/Getty Meistaradeild Evrópu Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, framherji Paris Saint-Germain, er þekktur fyrir yfirlýsingar um sjálfan sig og enn ein féll í aðdraganda leiks PSG í Meistaradeildinni í kvöld. Paris Saint-Germain liðið heimsækir þá Malmö í fimmtu umferð Meistaradeildarinnar en Zlatan Ibrahimovic er þarna að koma aftur heim til að mæta sínu gamla liði. Þetta er stór dagur fyrir Malmö-búa og allt er á öðrum endanum í borginni vegna þessa leiks. Þar elska allir Zlatan Ibrahimovic og jafnvel meira en sitt félag. En hvernig væri fullkomið kvöld fyrir Zlatan Ibrahimovic? Það stóð ekki á svari hjá sænska framherjanum. „Fullkomin atburðarás væri sú að við myndum vinna leikinn, ég myndi skora þrennu og allir á vellinum myndu síðan syngja nafnið mitt eftir leikinn," sagði Zlatan Ibrahimovic. Hinn 34 ára gamli Zlatan Ibrahimovic var fæddur í Malmö og spilaði með liði borgarinnar frá 1999 til 2001. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar með öðru félagsliði í borginni og það seldist strax upp á leikinn. Zlatan Ibrahimovic mun sjá til þess að Malmö-búar geti upplifað stemmninguna því Zlatan leigði aðaltorgið í Malmö, Stortorget, og þar verður leikurinn sýndur á risaskjá. Íslendingurinn í liði Malmö, Kári Árnason, fær ekki að taka þátt í leiknum í kvöld þar sem hann tekur út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í umferðinni á undan.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Sjá meira