Símarnir drepa í bandarískri umferð Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 09:38 Notkun síma við akstur er hættulegur leikur. Í Bandaríkjunum varð 8,1% aukning dauðaslysa á fyrri helmingi þessa árs. Er það á skjön við þróunina á síðustu áratugum, en dauðaslysum í umferðinni hefur stöðugt fækkað. Snjallsímum er kennt um þá neikvæðu þróun sem orðið hefur á árinu, þó svo engar nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um ástæðurnar. Erfitt getur reynst að sanna að notkun snjallsíma hafi valdið áreksti, en þó hefur tilfellum fjölgað þar sem sést hefur að ökumenn hafa verið að eiga við síma sína í árekstrum. Í fyrra fækkaði dauðaslysum og aldrei, frá því mælingar hófust, hafa þau verið færri á hvern ekna mílu í Bandaríkjunum. Þar varð 1,07 dauðaslys á hverjar milljón eknar mílur. Heildarfjöldi dauðaslysa í fyrra í Bandaríkjunum var 32.675. Ekki hefur orðið eins mikil fjölgun dauðaslysa á milli ára og nú síðan árið 1977 og vekur það ugg. Akstur í Bandaríkjunum hefur aukist um 4% á þessu ári og lágt verð bensíns virðist hafa átt þátt í því. Leitt hefur verið að því getum að með lægra eldsneytisverði aki ungir ökumenn meira en á síðustu árum og að það gæti átt þátt í aukningu dauðaslysa. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru ekki viðurlög við notkun síma í akstri, né heldur öryggisbeltaskylda eða notkun hjálma fyrir mótorhjólafólk. Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent
Í Bandaríkjunum varð 8,1% aukning dauðaslysa á fyrri helmingi þessa árs. Er það á skjön við þróunina á síðustu áratugum, en dauðaslysum í umferðinni hefur stöðugt fækkað. Snjallsímum er kennt um þá neikvæðu þróun sem orðið hefur á árinu, þó svo engar nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um ástæðurnar. Erfitt getur reynst að sanna að notkun snjallsíma hafi valdið áreksti, en þó hefur tilfellum fjölgað þar sem sést hefur að ökumenn hafa verið að eiga við síma sína í árekstrum. Í fyrra fækkaði dauðaslysum og aldrei, frá því mælingar hófust, hafa þau verið færri á hvern ekna mílu í Bandaríkjunum. Þar varð 1,07 dauðaslys á hverjar milljón eknar mílur. Heildarfjöldi dauðaslysa í fyrra í Bandaríkjunum var 32.675. Ekki hefur orðið eins mikil fjölgun dauðaslysa á milli ára og nú síðan árið 1977 og vekur það ugg. Akstur í Bandaríkjunum hefur aukist um 4% á þessu ári og lágt verð bensíns virðist hafa átt þátt í því. Leitt hefur verið að því getum að með lægra eldsneytisverði aki ungir ökumenn meira en á síðustu árum og að það gæti átt þátt í aukningu dauðaslysa. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru ekki viðurlög við notkun síma í akstri, né heldur öryggisbeltaskylda eða notkun hjálma fyrir mótorhjólafólk.
Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent