Zlatan skoraði í heimkomunni | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 21:45 Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri. Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan. Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok. PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða. Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum. Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Malmö 0-5 Paris Saint-Germain 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).B-riðill:Man Utd 0-0 PSV EindhovenCSKA Moskva 0-2 Wolfsburg 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).C-riðill:FC Astana 2-2 Benfica 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).Atletico Madrid 2-0 Galatasary 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)D-riðill:Juventus 1-0 Man City 1-0 Mario Mandzukic (18.)Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri. Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan. Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok. PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða. Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum. Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Malmö 0-5 Paris Saint-Germain 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).B-riðill:Man Utd 0-0 PSV EindhovenCSKA Moskva 0-2 Wolfsburg 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).C-riðill:FC Astana 2-2 Benfica 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).Atletico Madrid 2-0 Galatasary 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)D-riðill:Juventus 1-0 Man City 1-0 Mario Mandzukic (18.)Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira