Dæmdur fyrir frelsissviptingu í síðustu viku og fær 19 milljónir í bætur í þessari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2015 15:54 Sigurþór rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku. Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku.
Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38
Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44