Erfitt að sjá í hverju sókn Íslands felst Svavar Hávarðsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Orkuskipti í samgöngum, rafbílavæðing og fleira ber á góma í sóknaráætlun stjórnvalda. vísir/gva Fátt nýtt er að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin nær til næstu þriggja ára og sextán verkefna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur ekki verið gert.Átta verkefni hérlendis Sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í gær, og er sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem hefst á mánudaginn kemur. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Orkufrekur iðnaður fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), og kemur ekkert við þessa sögu. Í kynningu stjórnvalda á sóknaráætlun sinni segir: „…lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.“Fátt nýtt „Alltaf þegar stjórnvöld eða fyrirtæki kynna sóknaráætlanir af þessu tagi verður að spyrja: Hversu mikið og hvenær? Ég finn eitt slíkt markmið sem endurspeglar vaxandi þunga í umhverfisstefnu sjávarútvegsfyrirtækja. Sjávarútvegurinn á mikið undir og hefur nú brugðist við með ábyrgum hætti,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og bætir við: „Hvað með landbúnað og samgöngur? Engin ný markmið. Svo er reynt að velta ábyrgðinni á einstaklinga með skilaboðunum: Bannað að leifa mat. Vitaskuld er sjálfsagt að fara vel með mat en stjórnvöldum dugir ekki að benda á einstaklinginn þegar þau hafa nánast ekkert aðhafst til að draga úr losun frá samgöngum, landbúnaði eða hafið endurheimt votlendis.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, tekur undir með Árna. „Það er ánægjulegt að sjá að tímasett markmið eru sett fram fyrir sjávarútveginn og að vinna á að úttekt á aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá er rætt um rafbílavæðingu, aðgerðir í landbúnaði, átak gegn matarsóun og eflingu kolefnisbindingar með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Allt er það gott og vel, en það vantar tímasett markmið um samdrátt í losun/kolefnisbindingu fyrir þessa þætti og hve mikið fjármagn eigi að tryggja í hvern og einn þeirra. Þannig er þetta meira áætlun um að gera áætlun. Það vantar loforð um að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar, auk þess sem efla þarf sveitarfélögin í þeirra vinnu.“Fyrirséður árangur? Hvaða árangri sóknarætlunin skilar er reyndar erfitt að átta sig á í útskýringum ráðuneytisins sjálfs þar sem tekið er tillit til spurningarinnar hvort áætlunin muni í reynd draga úr losun. Þar segir af verkefnum sem ýmist eru í undirbúningi og ekkert svar sé við spurningunni fyrr en vinnan hefst eða þegar nánari útfærsla á framkvæmd liggur fyrir. „Önnur verkefni eru þess eðlis að erfitt er að meta árangur þeirra tölulega hvað varðar minnkun nettólosunar á Íslandi. Enn erfiðara er að meta árangur alþjóðlegra verkefna sem Ísland mun taka þátt í, þótt mögulega skili t.d. verkefni á sviði jarðhita erlendis meiru en nokkurt annað framtak Íslands í loftslagsmálum,“ segir í útskýringunum.Dúllerí Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum hjá stjórnvöldum í gær hvort sóknaráætlunin hafi verið kostnaðarmetin, en Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra staðfesti í þingræðu í gær að svo væri ekki, en sérstök umræða var um loftslagsmál og markmið Íslands þar sem Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi. Katrín vék að sóknaráætluninni í upphafsræðu sinni. Sagði hana götótta í besta falli og frábað sér upptalningar á „dúlleríisaðgerðum“ og kallaði eftir meiri krafti í raunverulegar aðgerðir. Sigrún sagði í svari sínu að henni þætti mjög miður að Katrín sæi nýja sóknaráætlun með þessum hætti, enda væri um að ræða margra ára vinnu sex ráðuneyta. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði áætlunina afar metnaðarfulla og hún skilaði Íslandi líklega í fremstu röð ríkja í baráttunni gegn vánni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók hins vegar undir gagnrýni nöfnu sinnar – og bætti um betur. Hún kallaði eftir því að almenningssamgöngur væru teknar inn í myndina – sem ekki er að finna stað í sóknaráætluninni. Eins sagði hún það fráleitt að ekkert væri fjallað þar um stóriðju þó hún falli undir viðskiptakerfið sem minnst var á hér að ofan. Loftslagsmál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fátt nýtt er að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin nær til næstu þriggja ára og sextán verkefna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur ekki verið gert.Átta verkefni hérlendis Sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í gær, og er sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem hefst á mánudaginn kemur. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Orkufrekur iðnaður fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), og kemur ekkert við þessa sögu. Í kynningu stjórnvalda á sóknaráætlun sinni segir: „…lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.“Fátt nýtt „Alltaf þegar stjórnvöld eða fyrirtæki kynna sóknaráætlanir af þessu tagi verður að spyrja: Hversu mikið og hvenær? Ég finn eitt slíkt markmið sem endurspeglar vaxandi þunga í umhverfisstefnu sjávarútvegsfyrirtækja. Sjávarútvegurinn á mikið undir og hefur nú brugðist við með ábyrgum hætti,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og bætir við: „Hvað með landbúnað og samgöngur? Engin ný markmið. Svo er reynt að velta ábyrgðinni á einstaklinga með skilaboðunum: Bannað að leifa mat. Vitaskuld er sjálfsagt að fara vel með mat en stjórnvöldum dugir ekki að benda á einstaklinginn þegar þau hafa nánast ekkert aðhafst til að draga úr losun frá samgöngum, landbúnaði eða hafið endurheimt votlendis.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, tekur undir með Árna. „Það er ánægjulegt að sjá að tímasett markmið eru sett fram fyrir sjávarútveginn og að vinna á að úttekt á aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá er rætt um rafbílavæðingu, aðgerðir í landbúnaði, átak gegn matarsóun og eflingu kolefnisbindingar með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Allt er það gott og vel, en það vantar tímasett markmið um samdrátt í losun/kolefnisbindingu fyrir þessa þætti og hve mikið fjármagn eigi að tryggja í hvern og einn þeirra. Þannig er þetta meira áætlun um að gera áætlun. Það vantar loforð um að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar, auk þess sem efla þarf sveitarfélögin í þeirra vinnu.“Fyrirséður árangur? Hvaða árangri sóknarætlunin skilar er reyndar erfitt að átta sig á í útskýringum ráðuneytisins sjálfs þar sem tekið er tillit til spurningarinnar hvort áætlunin muni í reynd draga úr losun. Þar segir af verkefnum sem ýmist eru í undirbúningi og ekkert svar sé við spurningunni fyrr en vinnan hefst eða þegar nánari útfærsla á framkvæmd liggur fyrir. „Önnur verkefni eru þess eðlis að erfitt er að meta árangur þeirra tölulega hvað varðar minnkun nettólosunar á Íslandi. Enn erfiðara er að meta árangur alþjóðlegra verkefna sem Ísland mun taka þátt í, þótt mögulega skili t.d. verkefni á sviði jarðhita erlendis meiru en nokkurt annað framtak Íslands í loftslagsmálum,“ segir í útskýringunum.Dúllerí Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum hjá stjórnvöldum í gær hvort sóknaráætlunin hafi verið kostnaðarmetin, en Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra staðfesti í þingræðu í gær að svo væri ekki, en sérstök umræða var um loftslagsmál og markmið Íslands þar sem Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi. Katrín vék að sóknaráætluninni í upphafsræðu sinni. Sagði hana götótta í besta falli og frábað sér upptalningar á „dúlleríisaðgerðum“ og kallaði eftir meiri krafti í raunverulegar aðgerðir. Sigrún sagði í svari sínu að henni þætti mjög miður að Katrín sæi nýja sóknaráætlun með þessum hætti, enda væri um að ræða margra ára vinnu sex ráðuneyta. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði áætlunina afar metnaðarfulla og hún skilaði Íslandi líklega í fremstu röð ríkja í baráttunni gegn vánni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók hins vegar undir gagnrýni nöfnu sinnar – og bætti um betur. Hún kallaði eftir því að almenningssamgöngur væru teknar inn í myndina – sem ekki er að finna stað í sóknaráætluninni. Eins sagði hún það fráleitt að ekkert væri fjallað þar um stóriðju þó hún falli undir viðskiptakerfið sem minnst var á hér að ofan.
Loftslagsmál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira