Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Höttur 95-81 | ÍR landaði stigunum Árni Jóhannsson í Hertz-hellinum skrifar 26. nóvember 2015 22:15 Björgvin Hafþór Ríkharðsson sækir á Tobin Carberry. vísir/anton brink ÍR-ingar lönduðu þriðja sigri sínum í vetur fyrr í kvöld þegar þeir lögðu Hött af velli 95-81. Heimamenn náðu tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Höttur er því enn án stiga á botni deildarinnar en ÍR er komið með sex stig. Höttur byrjaði örlítið betur í leiknum í kvöld og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Eftir það náði ÍR 9-0 sprett og þar með öllum völdum í leiknum. Heimamenn komust mest 12 stigum yfir í fyrsta leikhluta og á meðan þeim gekk allt í haginn að opna vörn gestanna þá var Höttur í stökustu vandræðum með sinn sóknarleik. Tobin Carberry, aðalskorari Hattar, var t.d. stigalaus í fyrsta leikhluta. Eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleik Hattar var Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 13 stig í leikhlutanum. Að leikhlutanum loknum var staðan 28-17. Sömu söguna er að segja af öðrum leikhluta, Höttur í vandræðum og heimamenn léku við hvern sinn fingur. Leikhlutinn var þó í eign Kristjáns Péturs Andréssonar, skuldlaust. Strákurinn gekk úr mannlegum ham sallaði niður fimm þristum í átta skotum og endaði leikhlutann með 17 stig. Sannkölluð flugeldasýning. Liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 52-36 fyrir ÍR og sigurinn blasti við Breiðhyltingum. Aðeins meira lífsmark var með gestunum í þriðja leikhluta heldur hafði verið í fyrri hálfleik. Þeir hertu á sínum leik og uppskáru það að ná forskotinu úr 20 stigum niður í 10 stig en við það virtist gasið klárast og ÍR-ingar gengur á lagið. Hertu vörnina aftur og fóru að leyfa sóknum sínum að fljóta betur og opna gestina. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 74-59. ÍR-ingar slökuðu ekki á klónni í seinasta leikhlutanum og voru búnir að auka muninn aftur upp í 20 stig þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum. Gestirnir frá Egilsstöðum ógnuðu aldrei forskoti heimamanna og fór að lokum að ÍR vann 95-81. Góð vörn og ákveðinn sóknarleikur sköpuðu þennan sigur í kvöld fyrir Breiðhyltinga en Höttur leitar enn að sínum fyrsta sigri en staða liðsins hlýtur að fara að reyna á andlega hlið leikmanna Hattar. Jonathan Mitchell var stigahæstur heimamanna með 22 stig ásamt því að rífa niður 11 fráköst. Gestirnir fengu flest stig frá Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 28 stig.ÍR-Höttur 95-81 (28-17, 24-19, 22-23, 21-22)ÍR: Jonathan Mitchell 22/11 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 19, Oddur Rúnar Kristjánsson 18, Sveinbjörn Claessen 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Trausti Eiríksson 2, Daði Berg Grétarsson 2.Höttur: Mirko Stefán Virijevic 28/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 17/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16, Tobin Carberry 15/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5/5 fráköst.Borce Ilievski: Það var að duga eða drepast hjá okkur í kvöld Þjálfari ÍR-inga gat verið ánægður með sína menn en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. Hann var spurður að því hvað liðið hans hafi gert vel í kvöld. „Við vorum mjög mótiveraðir fyrir leikinn í kvöld fyrst og fremst, við reyndum að spila eins góða vörn og við gátum. Ég er búinn að segja við strákana mína að þetta snýst um vörn fyrst og fremst og veltur það á vörninni hvort við vinnum eða töpum. Við nálguðumst leikinn mjög vel að því leiti. Mér fannst við eiga sigurinn skilið.“ „Þetta var samt ekki auðveldur leikur, við misstum stundum einbeitinguna á köflum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta hjá okkur. Til dæmis á þeim augnablikum þegar úrslitin eru ekki ráðin þá þurfum við að vera einbeittir og spila góða vörn. Ég hafði þá áhyggjur af fjölda tapaðra bolta hjá okkkur, 18 í heildina, það er ekki leyfilegt. Við þurfum að fækka þeim niður í 8 til 11. 18 er of mikið.“ „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, það var eiginlega að duga eða drepast hjá okkur, ég hef einungis verið með liðinu í níu daga þannig að það er haugur af tækifærum til að bæta leik okkar í framtíðinni.“ Borce var að lokum spurður út í framtíð liðsins í vetur. „Ég hlakka mjög mikið til vetrarins, það er mikið af möguleikum hjá þessu liði. Það er fullt af íþróttamönnum í liðinu sem eru hæfileikaríkir og hafa viljann til þess að bæta leik sinn. Því miður höfum við ekki haft tíma til að laga okkar leik. Við höfum verið að fá á okkur 100 stig að meðaltali en lækkum það niður í dag en við þurfum að koma tölunni undir 75 stig og jafnvel 70.“Viðar Örn Hafsteinsson: Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum „Það var ekkert í leik okkar í dag sem vekur hjá mér bjartsýni. Við lélegir, flatir og varnarleikur okkar var skelfilegur. Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum. ÍR-ingar voru miklu betri en við“, sagði þjálfari Hattar, ómyrkur í máli eftir tap sinna manna í Breiðholtinu í kvöld. „Við reynum að bæta okkar leik í hverri og að menn stígi upp, sóknarleikur okkar var í lagi, við vorum að fá galopin skot en menn verða að hitta úr þeim. Það er erfitt þegar búið er að ganga svona illa, að snúa þessu við, þetta er orðið dálítið andlegt en við verðum að reyna að byggja upp sjálfstraust hjá okkur og finna leiðir til þess að vinna leiki. Hver og einn þarf að finna smá leiðtoga hjá sjálfum sér og koma með inn í liðið. Menn voru svo flatir að menn eiga ekkert gott skilið með svona frammistöðu.“ Tobin Carberry skilaði minna en oft áður fyrir Hött og var Viðar spurður hvort að aðrir þurfi ekki að taka byrðina á sig. „Alveg klárlega, það er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri þetta einn, þetta er liðsíþrótt. Hann er að búa til fullt af skotum fyrir okkur en oft verið betri. Það er samt ekki hægt að benda á hann, ég meina Höttur Egilsstöðum tapaði þessum leik í kvöld og saman þurfum við að finna leiðir til að vinna leiki.“ Tweets by @visirkarfa5 vísir/antonvísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
ÍR-ingar lönduðu þriðja sigri sínum í vetur fyrr í kvöld þegar þeir lögðu Hött af velli 95-81. Heimamenn náðu tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Höttur er því enn án stiga á botni deildarinnar en ÍR er komið með sex stig. Höttur byrjaði örlítið betur í leiknum í kvöld og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Eftir það náði ÍR 9-0 sprett og þar með öllum völdum í leiknum. Heimamenn komust mest 12 stigum yfir í fyrsta leikhluta og á meðan þeim gekk allt í haginn að opna vörn gestanna þá var Höttur í stökustu vandræðum með sinn sóknarleik. Tobin Carberry, aðalskorari Hattar, var t.d. stigalaus í fyrsta leikhluta. Eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleik Hattar var Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 13 stig í leikhlutanum. Að leikhlutanum loknum var staðan 28-17. Sömu söguna er að segja af öðrum leikhluta, Höttur í vandræðum og heimamenn léku við hvern sinn fingur. Leikhlutinn var þó í eign Kristjáns Péturs Andréssonar, skuldlaust. Strákurinn gekk úr mannlegum ham sallaði niður fimm þristum í átta skotum og endaði leikhlutann með 17 stig. Sannkölluð flugeldasýning. Liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 52-36 fyrir ÍR og sigurinn blasti við Breiðhyltingum. Aðeins meira lífsmark var með gestunum í þriðja leikhluta heldur hafði verið í fyrri hálfleik. Þeir hertu á sínum leik og uppskáru það að ná forskotinu úr 20 stigum niður í 10 stig en við það virtist gasið klárast og ÍR-ingar gengur á lagið. Hertu vörnina aftur og fóru að leyfa sóknum sínum að fljóta betur og opna gestina. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 74-59. ÍR-ingar slökuðu ekki á klónni í seinasta leikhlutanum og voru búnir að auka muninn aftur upp í 20 stig þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum. Gestirnir frá Egilsstöðum ógnuðu aldrei forskoti heimamanna og fór að lokum að ÍR vann 95-81. Góð vörn og ákveðinn sóknarleikur sköpuðu þennan sigur í kvöld fyrir Breiðhyltinga en Höttur leitar enn að sínum fyrsta sigri en staða liðsins hlýtur að fara að reyna á andlega hlið leikmanna Hattar. Jonathan Mitchell var stigahæstur heimamanna með 22 stig ásamt því að rífa niður 11 fráköst. Gestirnir fengu flest stig frá Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 28 stig.ÍR-Höttur 95-81 (28-17, 24-19, 22-23, 21-22)ÍR: Jonathan Mitchell 22/11 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 19, Oddur Rúnar Kristjánsson 18, Sveinbjörn Claessen 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Trausti Eiríksson 2, Daði Berg Grétarsson 2.Höttur: Mirko Stefán Virijevic 28/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 17/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16, Tobin Carberry 15/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5/5 fráköst.Borce Ilievski: Það var að duga eða drepast hjá okkur í kvöld Þjálfari ÍR-inga gat verið ánægður með sína menn en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. Hann var spurður að því hvað liðið hans hafi gert vel í kvöld. „Við vorum mjög mótiveraðir fyrir leikinn í kvöld fyrst og fremst, við reyndum að spila eins góða vörn og við gátum. Ég er búinn að segja við strákana mína að þetta snýst um vörn fyrst og fremst og veltur það á vörninni hvort við vinnum eða töpum. Við nálguðumst leikinn mjög vel að því leiti. Mér fannst við eiga sigurinn skilið.“ „Þetta var samt ekki auðveldur leikur, við misstum stundum einbeitinguna á köflum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta hjá okkur. Til dæmis á þeim augnablikum þegar úrslitin eru ekki ráðin þá þurfum við að vera einbeittir og spila góða vörn. Ég hafði þá áhyggjur af fjölda tapaðra bolta hjá okkkur, 18 í heildina, það er ekki leyfilegt. Við þurfum að fækka þeim niður í 8 til 11. 18 er of mikið.“ „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, það var eiginlega að duga eða drepast hjá okkur, ég hef einungis verið með liðinu í níu daga þannig að það er haugur af tækifærum til að bæta leik okkar í framtíðinni.“ Borce var að lokum spurður út í framtíð liðsins í vetur. „Ég hlakka mjög mikið til vetrarins, það er mikið af möguleikum hjá þessu liði. Það er fullt af íþróttamönnum í liðinu sem eru hæfileikaríkir og hafa viljann til þess að bæta leik sinn. Því miður höfum við ekki haft tíma til að laga okkar leik. Við höfum verið að fá á okkur 100 stig að meðaltali en lækkum það niður í dag en við þurfum að koma tölunni undir 75 stig og jafnvel 70.“Viðar Örn Hafsteinsson: Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum „Það var ekkert í leik okkar í dag sem vekur hjá mér bjartsýni. Við lélegir, flatir og varnarleikur okkar var skelfilegur. Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum. ÍR-ingar voru miklu betri en við“, sagði þjálfari Hattar, ómyrkur í máli eftir tap sinna manna í Breiðholtinu í kvöld. „Við reynum að bæta okkar leik í hverri og að menn stígi upp, sóknarleikur okkar var í lagi, við vorum að fá galopin skot en menn verða að hitta úr þeim. Það er erfitt þegar búið er að ganga svona illa, að snúa þessu við, þetta er orðið dálítið andlegt en við verðum að reyna að byggja upp sjálfstraust hjá okkur og finna leiðir til þess að vinna leiki. Hver og einn þarf að finna smá leiðtoga hjá sjálfum sér og koma með inn í liðið. Menn voru svo flatir að menn eiga ekkert gott skilið með svona frammistöðu.“ Tobin Carberry skilaði minna en oft áður fyrir Hött og var Viðar spurður hvort að aðrir þurfi ekki að taka byrðina á sig. „Alveg klárlega, það er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri þetta einn, þetta er liðsíþrótt. Hann er að búa til fullt af skotum fyrir okkur en oft verið betri. Það er samt ekki hægt að benda á hann, ég meina Höttur Egilsstöðum tapaði þessum leik í kvöld og saman þurfum við að finna leiðir til að vinna leiki.“ Tweets by @visirkarfa5 vísir/antonvísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins