Kjaraviðræður enn strand þrátt fyrir tugi sáttafunda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2015 13:18 Starfssemi álversins stöðvast ef af verkfallinu verður. vísir/gva Kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda fyrirtækisins eru enn strand þar sem stjórnendurnir neita að víkja frá kröfum sinni um að heimilt verði að bjóða út fleiri störf til verktöku. Rétt rúmir tveir sólarhringar eru í að verkfall starfsfólksins hefjist. Fulltrúar starfsmanna álversins hafa átt hátt í þrjátíu samningafundi í hjá Ríkissáttasemjara síðustu mánuði með stjórnendum fyrirtækisins í von um að leysa kjaradeilu þeirra. Krafa starfsmannanna hefur verið sú að fá sömu launahækkanir og hafa orðið á almennum vinnumarkaði. Svo virðist sem að samninganefndirnar hafi að mestu leyti náð saman um launamál og sérkröfur. Guðmundur Ragnarssonvísir/anton brink Gerð nýrra kjarasamninga strandar hins vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að um allt að eitt hundrað störf geti verið að ræða sem sé nokkuð stór hluti af þrjú hundruð og fimmtíu manna starfsmannahópi. Hann segir það óskiljanlegt að fyrirtækið haldi svo kröfunni til streitu. „Þetta er eitthvað prinsipp sem að þeir hafa að vísu verið að reyna að ná bara um allan heim í sínum verksmiðjum þannig að ég veit ekki hvað það er. Svo er náttúrulega hin hliðin á þessu það er það að maður er svona farinn að hugsa það meira og meira, að það sé verið að reyna að búa til gaffal á íslensk stjórnvöld og jafnvel Landsvirkjun, um það að þeir fái lækkun á raforkusamningnum sem er talsvert dýrari heldur en hjá hinum álfyrirtækjunum,“ segir Guðmundur Hann segir gjörsamlega óskiljanlegt að einhverjum detti það í hug að fyrirtæki, sem velti jafn mikið og álverið gerir, ætli sér að loka heilli verksmiðju til að spara þrjátíu til fimmtíu milljónir. „Það er þá orðinn skrýtinn allur þessi bisness. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur. Samninganefndirnar hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Verkfall starfsmanna álversins hefst svo á miðnætti á þriðjudaginn ef nýir kjarasamningar verða ekki undirritaðir fyrir þann tíma. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda fyrirtækisins eru enn strand þar sem stjórnendurnir neita að víkja frá kröfum sinni um að heimilt verði að bjóða út fleiri störf til verktöku. Rétt rúmir tveir sólarhringar eru í að verkfall starfsfólksins hefjist. Fulltrúar starfsmanna álversins hafa átt hátt í þrjátíu samningafundi í hjá Ríkissáttasemjara síðustu mánuði með stjórnendum fyrirtækisins í von um að leysa kjaradeilu þeirra. Krafa starfsmannanna hefur verið sú að fá sömu launahækkanir og hafa orðið á almennum vinnumarkaði. Svo virðist sem að samninganefndirnar hafi að mestu leyti náð saman um launamál og sérkröfur. Guðmundur Ragnarssonvísir/anton brink Gerð nýrra kjarasamninga strandar hins vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að um allt að eitt hundrað störf geti verið að ræða sem sé nokkuð stór hluti af þrjú hundruð og fimmtíu manna starfsmannahópi. Hann segir það óskiljanlegt að fyrirtækið haldi svo kröfunni til streitu. „Þetta er eitthvað prinsipp sem að þeir hafa að vísu verið að reyna að ná bara um allan heim í sínum verksmiðjum þannig að ég veit ekki hvað það er. Svo er náttúrulega hin hliðin á þessu það er það að maður er svona farinn að hugsa það meira og meira, að það sé verið að reyna að búa til gaffal á íslensk stjórnvöld og jafnvel Landsvirkjun, um það að þeir fái lækkun á raforkusamningnum sem er talsvert dýrari heldur en hjá hinum álfyrirtækjunum,“ segir Guðmundur Hann segir gjörsamlega óskiljanlegt að einhverjum detti það í hug að fyrirtæki, sem velti jafn mikið og álverið gerir, ætli sér að loka heilli verksmiðju til að spara þrjátíu til fimmtíu milljónir. „Það er þá orðinn skrýtinn allur þessi bisness. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur. Samninganefndirnar hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Verkfall starfsmanna álversins hefst svo á miðnætti á þriðjudaginn ef nýir kjarasamningar verða ekki undirritaðir fyrir þann tíma.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira