Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 08:32 Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík líkt og annar mannanna sem búið er að kæra fyrir nauðgun. vísir/ernir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. Frá þessu greindi hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og er maðurinn sem Vilhjálmur ver einnig nemandi við skólann. Í viðtalinu kom fram að Vilhjálmur hafi tekið við sem verjandi mannsins síðdegis í gær. Hann hefur því ekki enn fengið gögn málsins hjá lögreglu en byggir mál sitt á þeim gögnum málsins sem mennirnir hafa séð. Þeir neita því báðir að hafa gerst sekir um nauðgun.Gögn málsins sýni að maðurinn og stúlkan hafi átt í „miklum og góðum samskiptum“ Að sögn Vilhjálms hefur skjólstæðingur hans viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna með hennar samþykki. Segir hann gögn liggja fyrir sem sýna fram á að maðurinn og stúlkan „hafi átt í miklum og goðum samskiptum um mánaðarskeið,“ meðal annars eftir að kynmökin áttu sér stað. Meðal annars sé um samskipti á Facebook að ræða. Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er sakarefnið „töluvert óljóst“, eins og Vilhjálmur orðar það. Eftir því sem hann kemst þó næst á stúlkan þó að hafa átt munnmök við annan manninn að því er hún segir samkvæmt skipun hins mannsins en Vilhjálmur segir mennina hafna þessari lýsingu alfarið. Aðspurður hvaða tæki og tól hafi fundist í íbúðinni sagði Vilhjálmur að um væri að ræða keðjur af boxpúða, gamla reiðsvipu og eina tölvu. Í kjölfarið hvatti hann lögregluna til að birta þær myndir sem teknar voru við húsleitina og birta haldlagningarskýrsluna í málinu. Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm hér en það byrjar þegar rúmur klukkutími er liðinn af þættinum. Hlíðamálið Tengdar fréttir Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. Frá þessu greindi hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og er maðurinn sem Vilhjálmur ver einnig nemandi við skólann. Í viðtalinu kom fram að Vilhjálmur hafi tekið við sem verjandi mannsins síðdegis í gær. Hann hefur því ekki enn fengið gögn málsins hjá lögreglu en byggir mál sitt á þeim gögnum málsins sem mennirnir hafa séð. Þeir neita því báðir að hafa gerst sekir um nauðgun.Gögn málsins sýni að maðurinn og stúlkan hafi átt í „miklum og góðum samskiptum“ Að sögn Vilhjálms hefur skjólstæðingur hans viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna með hennar samþykki. Segir hann gögn liggja fyrir sem sýna fram á að maðurinn og stúlkan „hafi átt í miklum og goðum samskiptum um mánaðarskeið,“ meðal annars eftir að kynmökin áttu sér stað. Meðal annars sé um samskipti á Facebook að ræða. Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er sakarefnið „töluvert óljóst“, eins og Vilhjálmur orðar það. Eftir því sem hann kemst þó næst á stúlkan þó að hafa átt munnmök við annan manninn að því er hún segir samkvæmt skipun hins mannsins en Vilhjálmur segir mennina hafna þessari lýsingu alfarið. Aðspurður hvaða tæki og tól hafi fundist í íbúðinni sagði Vilhjálmur að um væri að ræða keðjur af boxpúða, gamla reiðsvipu og eina tölvu. Í kjölfarið hvatti hann lögregluna til að birta þær myndir sem teknar voru við húsleitina og birta haldlagningarskýrsluna í málinu. Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm hér en það byrjar þegar rúmur klukkutími er liðinn af þættinum.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00
Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51
Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31