Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 14:24 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vísir/Valli Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“ Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00