Sjúkraliðar samþykkja nýjan kjarasamning Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2015 16:27 Mikill fjöldi fólks var samankominn fyrir utan Alþingi í gær. vísir/anton brink 96,25 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands við ríkið samþykktu hann í atkvæðagreiðslu sem lauk síðdegis í dag. Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Alls greiddu 59,9 prósent þeirra sem voru á kjörskrá atkvæði. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 96,25 prósent já en 3,30 prósent höfnuðu samningnum. Þrír seðlar voru ógildir. „Niðurstaðan kom mér ekki á óvart með tilliti til þeirra funda sem ég hef átt með félagsmönnum vítt og breitt og landið þegar við vorum að kynna fundinn,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður SLFÍ í samtali við Vísi. SLFÍ er þar með fyrsta aðildarfélag BSRB sem samþykkir nýjan kjarasamning við ríkið. Sjúkraliðafélagið, SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna gerðu nýjan kjarasamning við ríkið þann 28. október sl. Frestur félagsmanna SFR til að greiða atkvæði um nýjan kjarasamning rennur út á mánudaginn en hann var framlengdur vegna tæknilegra örðugleika. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna hófst í dag og mun henni ljúka um miðja næstu viku. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu ætti að vera ljós á miðvikudag, 18. október. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjartsýnn á að kjarasamningarnir verði samþykktir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segist bjartsýnn á að nýgerðir kjarasamningar félagsins við ríkið verði samþykktir. 6. nóvember 2015 16:35 Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
96,25 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands við ríkið samþykktu hann í atkvæðagreiðslu sem lauk síðdegis í dag. Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Alls greiddu 59,9 prósent þeirra sem voru á kjörskrá atkvæði. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 96,25 prósent já en 3,30 prósent höfnuðu samningnum. Þrír seðlar voru ógildir. „Niðurstaðan kom mér ekki á óvart með tilliti til þeirra funda sem ég hef átt með félagsmönnum vítt og breitt og landið þegar við vorum að kynna fundinn,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður SLFÍ í samtali við Vísi. SLFÍ er þar með fyrsta aðildarfélag BSRB sem samþykkir nýjan kjarasamning við ríkið. Sjúkraliðafélagið, SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna gerðu nýjan kjarasamning við ríkið þann 28. október sl. Frestur félagsmanna SFR til að greiða atkvæði um nýjan kjarasamning rennur út á mánudaginn en hann var framlengdur vegna tæknilegra örðugleika. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna hófst í dag og mun henni ljúka um miðja næstu viku. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu ætti að vera ljós á miðvikudag, 18. október.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjartsýnn á að kjarasamningarnir verði samþykktir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segist bjartsýnn á að nýgerðir kjarasamningar félagsins við ríkið verði samþykktir. 6. nóvember 2015 16:35 Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Bjartsýnn á að kjarasamningarnir verði samþykktir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segist bjartsýnn á að nýgerðir kjarasamningar félagsins við ríkið verði samþykktir. 6. nóvember 2015 16:35
Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent