Í myndskeiðinu sem hér fylgir er brot úr viðtali við Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur og sambýlismann hennar, Teit Þorkelsson. Viðtalið er tekið sjö mánuðum eftir að Sigríður Elva byrjaði á lyfinu Concerta við einkennum ADHD. Sigríði líður betur eftir að hún hóf að taka lyf, finnst þau hafa fært henni ró og aukið einbeitingu við vinnu. Þeir sem standa henni næst sjá hins vegar ekki mikinn mun á henni, fyrir og eftir lyf.
Sigríður Elva er ein af fjórum fullorðnum Íslendingum sem eru nýgreindir með ADHD og Lóa Pind hefur fylgst með í tæplega ár. Afraksturinn er sýndur í heimildaþáttunum Örir Íslendingar. Sigríður, Guðmundur Elías dansari, Tómas rafvirki og Lilja Björg viðskiptafræðinemi reyna ýmislegt til að tækla tilveruna með ADHD.
Sjá einnig: Ofvirknilyf til fullorðinna þrefaldast
Í þessum lokaþætti af Örum Íslendingum er tekin staða á Sigríði Elvu eftir 7 mánuði og aftur eftir 10 mánuði á lyfjum, Lilja telur fullreynt með lyf og leitar til geðlæknis um næstu skref, foreldrar Guðmundar eru heimsóttir og kærasta Tómasar, sem heillaðist af áhrifum lyfjanna á sinn mann, kemur í land.
Þriðji og síðasti hluti af heimildaþáttunum Örir Íslendingar er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:25. Í þáttunum er fylgst með fjórum Íslendingum sem eru nýlega greindir með ADHD.
Sambýlismaðurinn finnur engan mun eftir 7 mánuði á ADHD lyfjum
Tengdar fréttir

Ofvirknilyf til fullorðinna þrefaldast
Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns.

Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti
Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD?

Örir Íslendingar: Sigríður Elva eftir einn dag á ofvirknilyfinu Concerta
Fylgst er með henni síðdegis þegar áhrif lyfjanna eru að fjara út og áhorfendur fá beint í æð upplifun hennar af þessum fyrsta degi.