Sporin hræða stjórnarmaðurinn skrifar 11. nóvember 2015 08:00 vísir Seðlabankinn staðfesti fyrir nokkru að framlög kröfuhafa bankanna þriggja til ríkisins uppfylltu stöðugleikaskilyrðin svokölluðu. Fyrirliggjandi drög væru ekki til þess fallin að stefna efnahagslegum stöðugleika í hættu, og því óhætt að ganga til nauðasamninga og veita nauðsynlega undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Alla jafna væru þetta ágæt tíðindi og risaáfangi í úrlausn mála hér á landi eftir hrun. Þótt fyrr hefði verið. Stærstu tíðindin á lokasprettinum eru þó sennilega sú ákvörðun kröfuhafa Glitnis að láta af hendi 95 prósenta eignarhlut sinn í Íslandsbanka. Hluturinn fellur þá til ríkisins og hafa forystumenn í ríkisstjórn lýst því yfir að farsælast sé að einkavæða bankann sem fyrst. Hvernig ætli standi nú á því að kröfuhafarnir láti nú bankann sjálfviljugir í hendur ríkisins? Í júní á þessu ári gekk einn hérlendur fjölmiðill svo langt að fullyrða að kaupandi frá Kína eða Mið-Austurlöndum yrði kynntur til leiks í „næstu viku“. Vika er langur tími í viðskiptum. En ekki svona langur. Nærtækasta skýringin er sú að mistekist hafi að finna alþjóðlegan kaupanda að bankanum. Kröfuhafarnir hafa því talið að best væri að nota hann sem skiptimynt til að koma fé sínu úr landi. Hægt er að ganga út frá því vísu að kröfuhafahópurinn hefur betra aðgengi að alþjóðlegu fjármagni og meiri tengsl en íslenska ríkið. Því er ástæða til að óttast um söluferlið í höndum ríkisins. Erlendur áhugi virðist ekki fyrir hendi, og hópur mögulegra kaupenda þeim mun þrengri. Þegar við bætast tíðindi af þreifingum kunnuglegra nafna á kaupum á Arion banka er ekki laust við að hugurinn reiki. Vonandi berum við gæfu til að vanda til verka. Ekki er ástæða til yfirmáta bjartsýni sé mið tekið af síðasta einkavæðingarferli. Stóryrði um erlenda fjárfesta með reynslu af bankastarfsemi reyndust innihaldslaus með öllu. Er því nema von að sporin hræði?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Seðlabankinn staðfesti fyrir nokkru að framlög kröfuhafa bankanna þriggja til ríkisins uppfylltu stöðugleikaskilyrðin svokölluðu. Fyrirliggjandi drög væru ekki til þess fallin að stefna efnahagslegum stöðugleika í hættu, og því óhætt að ganga til nauðasamninga og veita nauðsynlega undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Alla jafna væru þetta ágæt tíðindi og risaáfangi í úrlausn mála hér á landi eftir hrun. Þótt fyrr hefði verið. Stærstu tíðindin á lokasprettinum eru þó sennilega sú ákvörðun kröfuhafa Glitnis að láta af hendi 95 prósenta eignarhlut sinn í Íslandsbanka. Hluturinn fellur þá til ríkisins og hafa forystumenn í ríkisstjórn lýst því yfir að farsælast sé að einkavæða bankann sem fyrst. Hvernig ætli standi nú á því að kröfuhafarnir láti nú bankann sjálfviljugir í hendur ríkisins? Í júní á þessu ári gekk einn hérlendur fjölmiðill svo langt að fullyrða að kaupandi frá Kína eða Mið-Austurlöndum yrði kynntur til leiks í „næstu viku“. Vika er langur tími í viðskiptum. En ekki svona langur. Nærtækasta skýringin er sú að mistekist hafi að finna alþjóðlegan kaupanda að bankanum. Kröfuhafarnir hafa því talið að best væri að nota hann sem skiptimynt til að koma fé sínu úr landi. Hægt er að ganga út frá því vísu að kröfuhafahópurinn hefur betra aðgengi að alþjóðlegu fjármagni og meiri tengsl en íslenska ríkið. Því er ástæða til að óttast um söluferlið í höndum ríkisins. Erlendur áhugi virðist ekki fyrir hendi, og hópur mögulegra kaupenda þeim mun þrengri. Þegar við bætast tíðindi af þreifingum kunnuglegra nafna á kaupum á Arion banka er ekki laust við að hugurinn reiki. Vonandi berum við gæfu til að vanda til verka. Ekki er ástæða til yfirmáta bjartsýni sé mið tekið af síðasta einkavæðingarferli. Stóryrði um erlenda fjárfesta með reynslu af bankastarfsemi reyndust innihaldslaus með öllu. Er því nema von að sporin hræði?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira