BMW gaf sigurvegara Moto GP BMW M6 Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2015 13:02 Marc Marques við sigurbílinn. worldcarfans Um síðustu helgi vann Marc Marquez Moto GP keppnisröðina í mótorhjólakstri og það í þriðja sinn. Marc fékk ekki bara verðlaunagrip fyrir sigurinn heldur gaf BMW honum einnig BMW M6 blæjubíl. Þetta er ekki fyrsti BMW-inn sem Marc eignast með því að vinna Moto GP mótaröðina, heldur sá þriðji. Fyrir á hann BMW M4 og BMW M6 Coupe bíla sem hann fékk gefins fyrir að vinna í hin tvö skiptin. Hann gæti því opnað álitlega BMW bílasölu með þessum flota, en líklega mun hann þó eiga bílana og nota til sinna daglegu þarfa, enda engir aumingjabílar þar á ferð. BMW M6 blæjubíllinn er 560 hestöfl sem fást úr 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Hann er 4,2 sekúndur í 100 km hraða og 12,6 sekúndur í 200. Bíllinn sem Marc fékk er með hvítum Merino leðursætum, en blár að utan í sérstökum Frozen Blue Metallic lit. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent
Um síðustu helgi vann Marc Marquez Moto GP keppnisröðina í mótorhjólakstri og það í þriðja sinn. Marc fékk ekki bara verðlaunagrip fyrir sigurinn heldur gaf BMW honum einnig BMW M6 blæjubíl. Þetta er ekki fyrsti BMW-inn sem Marc eignast með því að vinna Moto GP mótaröðina, heldur sá þriðji. Fyrir á hann BMW M4 og BMW M6 Coupe bíla sem hann fékk gefins fyrir að vinna í hin tvö skiptin. Hann gæti því opnað álitlega BMW bílasölu með þessum flota, en líklega mun hann þó eiga bílana og nota til sinna daglegu þarfa, enda engir aumingjabílar þar á ferð. BMW M6 blæjubíllinn er 560 hestöfl sem fást úr 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Hann er 4,2 sekúndur í 100 km hraða og 12,6 sekúndur í 200. Bíllinn sem Marc fékk er með hvítum Merino leðursætum, en blár að utan í sérstökum Frozen Blue Metallic lit.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent