Indriði: Geri mér engar vonir um landsliðið lengur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 14:00 Indriði Sigurðsson er svartur og hvítur í gegn eins og sést á skegginu. vísir/vilhelm Knattspyrnumaðurinn Indriði Sigurðsson kvaddi Viking í Stafangri á sunnudaginn var, en hann er búinn að semja við uppeldisfélag sitt KR og spilar í Pepsi-deildinni á næsta ári. Indriði hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2000, en hann spilaði síðustu sex árin með Viking og var fyrirliði síðustu fjögur tímabilin sín í Noregi.Sjá einnig:Jón Daði: Gat verið afslappaður eftir að ég skrifaði undir hjá Kaiserslautern Miðvörðurinn öflugi var í viðtali í Akraborginni í gær þar sem hann sagði meðal annars frá því þegar hann var nálægt því að fara til Portúgal árið 2006 þegar hann yfirgaf Genk í Belgíu. „Ég var búinn að ákveða að reyna að verða Bosman-leikmaður og koma mér til Englands en svo gekk það ekki. Það var ýmislegt í gangi en þetta var samt á þeim tíma sem markaður breyttist þannig að félagsliðin stýrðu honum,“ sagði Indriði.Indriði Sigurðsson er í miklum metum hjá Viking.mynd/vikingfk.noLangaði til Portúgal „Ég var með tilboð frá Braga í Portúgal og konan var kasólétt. Við vorum að bíða eftir svari frá ensku liði sem vildi fá mig en til þess þurfti það að láta annan mann fara. Það átti alltaf að gerast í næstu viku.“ „Við héldum Braga alltaf heitu en svo þegar ég sagðist ekki nenna þessu lengur og ætlaði til Portúgal var Braga búið að fá mann daginn áður.“Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár Góðvinur Indriða, Helgi Valur Daníelsson, spilaði síðasta árið sitt í boltanum með Belenenses í Portúgal og líður vel. Indriði viðurkennir að hann langaði mikið að fara til Braga á þessum tíma. „Auðvitað var ég svekktur þá, en svo fór ég til Noregs þar sem var frábært að vera með fjölskyldu. Við Helgi Valur erum góðir félagar og ég hef mikið samband við hann. Hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir að hann flutti til Portúgal. Hann er bara að sörfa og hafa það fínt,“ sagði Indriði.mynd/vikingfk.noRæddi framtíðina við mann sem var að hætta Indriði íhugaði alvarlega að vera áfram hjá norsku Víkingunum í öðru starfi en leikmaður og ætlaði að undirbúa þau skipti á nýliðnu tímabili. Svo varð ekki, en ein stór ástæða er fyrir því. „Í janúar ræddi ég mína stöðu við yfirmann íþróttamála hjá Viking. Ég sagðist tilbúinn að skoða annað starf samhliða því að spila þar sem það væri niðursveifla í fjárhag félagsins og í fótboltanum,“ sagði Indriði.Sjá einnig:Bjarni: Indriði er KR-ingur og við viljum hafa KR-inga í liðinu „Þeir voru opnir fyrir því en það sem ég vissi ekki á þeim tíma var að hann var búinn að ákveða að hætta. Hann sagði mér ekkert frá því en svo fór allt í rugl þar og hann hætti mjög snögglega. Ég var því að ræða við mann sem var með hausinn allt annarsstaðar.“ Svo fór að Indriði spilaði bara áfram og stóð sig vel, en hann hefur verið á meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár. Indriði spilaði fyrst með Lilleström í Noregi frá 2000-2003, svo með Lyn frá 2006-2009 og loks með Viking frá 2009 og þar til á sunnudaginn. Hann er sá erlendi leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í norsku úrvalsdeildinni. Sú tilhugsun finnst honum bæði góð og slæm.Indriði Sigurðsson spilaði síðast vináttulandsleik 2014 en hann á 65 landsleiki á baki.vísir/pjeturMeiddur á röngum tíma „Það þýðir að ég hef gert eitthvað rétt en að sama skapi hugsar maður að þeir útlendingar sem voru virkilega góðir fóru eitthvað lengra. En ég gerði það svo sem. Það var mikill uppgangur í norska fótboltanum þegar ég fór aftur og ég sé ekki eftir því,“ sagði Indriði Sigurðsson. Þrátt fyrir að spila vel í Noregi hefur Indriði ekki verið fastamaður í landsliðinu í langan tíma, en hann var valinn í hópinn í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Hann gat ekki verið með þá og er ekki að bíða eftir farseðlinum til Frakklands. „Maður gerir sér ekki neinar vonir um það að vera með. Það sem er svekkjandi er að ég var valinn í fyrsta leikinn í undankeppninni en var meiddur þá,“ sagði Indriði. „Eftir það hefur verið erfitt að komast inn og það skiljanlega. Þeir sem hafa spilað hafa staðið sig frábærlega. Ég hefði verið þarna inni og komið inn fyrr ef mín væri þörf. Svona er þetta bara. Það er ekki mitt að ákveða þetta,“ sagði Indriði Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Indriði Sigurðsson kvaddi Viking í Stafangri á sunnudaginn var, en hann er búinn að semja við uppeldisfélag sitt KR og spilar í Pepsi-deildinni á næsta ári. Indriði hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2000, en hann spilaði síðustu sex árin með Viking og var fyrirliði síðustu fjögur tímabilin sín í Noregi.Sjá einnig:Jón Daði: Gat verið afslappaður eftir að ég skrifaði undir hjá Kaiserslautern Miðvörðurinn öflugi var í viðtali í Akraborginni í gær þar sem hann sagði meðal annars frá því þegar hann var nálægt því að fara til Portúgal árið 2006 þegar hann yfirgaf Genk í Belgíu. „Ég var búinn að ákveða að reyna að verða Bosman-leikmaður og koma mér til Englands en svo gekk það ekki. Það var ýmislegt í gangi en þetta var samt á þeim tíma sem markaður breyttist þannig að félagsliðin stýrðu honum,“ sagði Indriði.Indriði Sigurðsson er í miklum metum hjá Viking.mynd/vikingfk.noLangaði til Portúgal „Ég var með tilboð frá Braga í Portúgal og konan var kasólétt. Við vorum að bíða eftir svari frá ensku liði sem vildi fá mig en til þess þurfti það að láta annan mann fara. Það átti alltaf að gerast í næstu viku.“ „Við héldum Braga alltaf heitu en svo þegar ég sagðist ekki nenna þessu lengur og ætlaði til Portúgal var Braga búið að fá mann daginn áður.“Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár Góðvinur Indriða, Helgi Valur Daníelsson, spilaði síðasta árið sitt í boltanum með Belenenses í Portúgal og líður vel. Indriði viðurkennir að hann langaði mikið að fara til Braga á þessum tíma. „Auðvitað var ég svekktur þá, en svo fór ég til Noregs þar sem var frábært að vera með fjölskyldu. Við Helgi Valur erum góðir félagar og ég hef mikið samband við hann. Hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir að hann flutti til Portúgal. Hann er bara að sörfa og hafa það fínt,“ sagði Indriði.mynd/vikingfk.noRæddi framtíðina við mann sem var að hætta Indriði íhugaði alvarlega að vera áfram hjá norsku Víkingunum í öðru starfi en leikmaður og ætlaði að undirbúa þau skipti á nýliðnu tímabili. Svo varð ekki, en ein stór ástæða er fyrir því. „Í janúar ræddi ég mína stöðu við yfirmann íþróttamála hjá Viking. Ég sagðist tilbúinn að skoða annað starf samhliða því að spila þar sem það væri niðursveifla í fjárhag félagsins og í fótboltanum,“ sagði Indriði.Sjá einnig:Bjarni: Indriði er KR-ingur og við viljum hafa KR-inga í liðinu „Þeir voru opnir fyrir því en það sem ég vissi ekki á þeim tíma var að hann var búinn að ákveða að hætta. Hann sagði mér ekkert frá því en svo fór allt í rugl þar og hann hætti mjög snögglega. Ég var því að ræða við mann sem var með hausinn allt annarsstaðar.“ Svo fór að Indriði spilaði bara áfram og stóð sig vel, en hann hefur verið á meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár. Indriði spilaði fyrst með Lilleström í Noregi frá 2000-2003, svo með Lyn frá 2006-2009 og loks með Viking frá 2009 og þar til á sunnudaginn. Hann er sá erlendi leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í norsku úrvalsdeildinni. Sú tilhugsun finnst honum bæði góð og slæm.Indriði Sigurðsson spilaði síðast vináttulandsleik 2014 en hann á 65 landsleiki á baki.vísir/pjeturMeiddur á röngum tíma „Það þýðir að ég hef gert eitthvað rétt en að sama skapi hugsar maður að þeir útlendingar sem voru virkilega góðir fóru eitthvað lengra. En ég gerði það svo sem. Það var mikill uppgangur í norska fótboltanum þegar ég fór aftur og ég sé ekki eftir því,“ sagði Indriði Sigurðsson. Þrátt fyrir að spila vel í Noregi hefur Indriði ekki verið fastamaður í landsliðinu í langan tíma, en hann var valinn í hópinn í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Hann gat ekki verið með þá og er ekki að bíða eftir farseðlinum til Frakklands. „Maður gerir sér ekki neinar vonir um það að vera með. Það sem er svekkjandi er að ég var valinn í fyrsta leikinn í undankeppninni en var meiddur þá,“ sagði Indriði. „Eftir það hefur verið erfitt að komast inn og það skiljanlega. Þeir sem hafa spilað hafa staðið sig frábærlega. Ég hefði verið þarna inni og komið inn fyrr ef mín væri þörf. Svona er þetta bara. Það er ekki mitt að ákveða þetta,“ sagði Indriði Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira