Vilhjálmur krefst afsökunar á „rænulausum ásökunum“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2015 14:22 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Vísir/GVA Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerir þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri nú þegar hvað hún á við þegar hún segist ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum í Fréttablaðið og biðji hann afsökunar á þessum ásökunum. Jóhanna er lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir nauðgun. Í hádegisfréttum RÚV sagðist hún ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum sem varða rannsókn lögreglu á kæru kvennanna en Vilhjálmur er verjandi annars sakborninganna í málinu. Vilhjálmur segist í samtali við Vísi ekkert botna í þessum ásökum Jóhönnu: „Ég geri þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri það nú þegar við hvað hún á, og biðji mig afsökunar á þessum rænulausu ásökunum.“Segist ekki hafa verið sá eini sem hafði gögn undir höndum Í Fréttablaðinu í dag er vísað í skýrslu sem önnur konan gaf hjá lögreglu og sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV að Vilhjálmur hefði einn haft öll gögn í málinu undir höndum og bætti að hann hefði brugðist starfsskyldum sínum. Vilhjálmur segir rangt að hann hafi einn haft öll gögn undir höndum. Einnig hafi lögregla haft gögnin undir höndum og verjandi meðákærða. „Og að öllum líkindum réttargæslumaður brotaþola og brotaþoli sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir algjörlega galið að halda því fram að hann hafi lekið þessari skýrslu í Fréttablaðið: „Enda sér það hver maður að fréttaflutningur Fréttablaðsins af þessu máli hefur ekki verið umbjóðanda mínum hagfelldur heldur hennar.“Nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum Hann segist hafa verið frá fyrstu stundu afar mótfallinn því að tekist væri á um þetta mál í fjölmiðlum á meðan rannsókn stendur yfir. „En einfaldlega vegna rangrar umfjöllunar Fréttablaðsins, sem hingað til hefur virst vera byggð á einhverju sem er haft eftir brotaþola, eða réttargæslumanni brotaþola, hvort heldur sem það er komið beint frá þeim eða þriðja manni, þá hefur mér verið nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum. Þetta mál á heima hjá lögreglu og síðan hjá ákæruvaldi en samkvæmt gögnum málsins trúi ég ekki öðru en ákæruvaldið muni fella málið niður. “ Hlíðamálið Tengdar fréttir Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00 Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerir þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri nú þegar hvað hún á við þegar hún segist ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum í Fréttablaðið og biðji hann afsökunar á þessum ásökunum. Jóhanna er lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir nauðgun. Í hádegisfréttum RÚV sagðist hún ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum sem varða rannsókn lögreglu á kæru kvennanna en Vilhjálmur er verjandi annars sakborninganna í málinu. Vilhjálmur segist í samtali við Vísi ekkert botna í þessum ásökum Jóhönnu: „Ég geri þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri það nú þegar við hvað hún á, og biðji mig afsökunar á þessum rænulausu ásökunum.“Segist ekki hafa verið sá eini sem hafði gögn undir höndum Í Fréttablaðinu í dag er vísað í skýrslu sem önnur konan gaf hjá lögreglu og sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV að Vilhjálmur hefði einn haft öll gögn í málinu undir höndum og bætti að hann hefði brugðist starfsskyldum sínum. Vilhjálmur segir rangt að hann hafi einn haft öll gögn undir höndum. Einnig hafi lögregla haft gögnin undir höndum og verjandi meðákærða. „Og að öllum líkindum réttargæslumaður brotaþola og brotaþoli sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir algjörlega galið að halda því fram að hann hafi lekið þessari skýrslu í Fréttablaðið: „Enda sér það hver maður að fréttaflutningur Fréttablaðsins af þessu máli hefur ekki verið umbjóðanda mínum hagfelldur heldur hennar.“Nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum Hann segist hafa verið frá fyrstu stundu afar mótfallinn því að tekist væri á um þetta mál í fjölmiðlum á meðan rannsókn stendur yfir. „En einfaldlega vegna rangrar umfjöllunar Fréttablaðsins, sem hingað til hefur virst vera byggð á einhverju sem er haft eftir brotaþola, eða réttargæslumanni brotaþola, hvort heldur sem það er komið beint frá þeim eða þriðja manni, þá hefur mér verið nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum. Þetta mál á heima hjá lögreglu og síðan hjá ákæruvaldi en samkvæmt gögnum málsins trúi ég ekki öðru en ákæruvaldið muni fella málið niður. “
Hlíðamálið Tengdar fréttir Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00 Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00
Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent