Vilhjálmur krefst afsökunar á „rænulausum ásökunum“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2015 14:22 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Vísir/GVA Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerir þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri nú þegar hvað hún á við þegar hún segist ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum í Fréttablaðið og biðji hann afsökunar á þessum ásökunum. Jóhanna er lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir nauðgun. Í hádegisfréttum RÚV sagðist hún ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum sem varða rannsókn lögreglu á kæru kvennanna en Vilhjálmur er verjandi annars sakborninganna í málinu. Vilhjálmur segist í samtali við Vísi ekkert botna í þessum ásökum Jóhönnu: „Ég geri þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri það nú þegar við hvað hún á, og biðji mig afsökunar á þessum rænulausu ásökunum.“Segist ekki hafa verið sá eini sem hafði gögn undir höndum Í Fréttablaðinu í dag er vísað í skýrslu sem önnur konan gaf hjá lögreglu og sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV að Vilhjálmur hefði einn haft öll gögn í málinu undir höndum og bætti að hann hefði brugðist starfsskyldum sínum. Vilhjálmur segir rangt að hann hafi einn haft öll gögn undir höndum. Einnig hafi lögregla haft gögnin undir höndum og verjandi meðákærða. „Og að öllum líkindum réttargæslumaður brotaþola og brotaþoli sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir algjörlega galið að halda því fram að hann hafi lekið þessari skýrslu í Fréttablaðið: „Enda sér það hver maður að fréttaflutningur Fréttablaðsins af þessu máli hefur ekki verið umbjóðanda mínum hagfelldur heldur hennar.“Nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum Hann segist hafa verið frá fyrstu stundu afar mótfallinn því að tekist væri á um þetta mál í fjölmiðlum á meðan rannsókn stendur yfir. „En einfaldlega vegna rangrar umfjöllunar Fréttablaðsins, sem hingað til hefur virst vera byggð á einhverju sem er haft eftir brotaþola, eða réttargæslumanni brotaþola, hvort heldur sem það er komið beint frá þeim eða þriðja manni, þá hefur mér verið nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum. Þetta mál á heima hjá lögreglu og síðan hjá ákæruvaldi en samkvæmt gögnum málsins trúi ég ekki öðru en ákæruvaldið muni fella málið niður. “ Hlíðamálið Tengdar fréttir Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00 Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerir þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri nú þegar hvað hún á við þegar hún segist ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum í Fréttablaðið og biðji hann afsökunar á þessum ásökunum. Jóhanna er lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir nauðgun. Í hádegisfréttum RÚV sagðist hún ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum sem varða rannsókn lögreglu á kæru kvennanna en Vilhjálmur er verjandi annars sakborninganna í málinu. Vilhjálmur segist í samtali við Vísi ekkert botna í þessum ásökum Jóhönnu: „Ég geri þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri það nú þegar við hvað hún á, og biðji mig afsökunar á þessum rænulausu ásökunum.“Segist ekki hafa verið sá eini sem hafði gögn undir höndum Í Fréttablaðinu í dag er vísað í skýrslu sem önnur konan gaf hjá lögreglu og sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV að Vilhjálmur hefði einn haft öll gögn í málinu undir höndum og bætti að hann hefði brugðist starfsskyldum sínum. Vilhjálmur segir rangt að hann hafi einn haft öll gögn undir höndum. Einnig hafi lögregla haft gögnin undir höndum og verjandi meðákærða. „Og að öllum líkindum réttargæslumaður brotaþola og brotaþoli sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir algjörlega galið að halda því fram að hann hafi lekið þessari skýrslu í Fréttablaðið: „Enda sér það hver maður að fréttaflutningur Fréttablaðsins af þessu máli hefur ekki verið umbjóðanda mínum hagfelldur heldur hennar.“Nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum Hann segist hafa verið frá fyrstu stundu afar mótfallinn því að tekist væri á um þetta mál í fjölmiðlum á meðan rannsókn stendur yfir. „En einfaldlega vegna rangrar umfjöllunar Fréttablaðsins, sem hingað til hefur virst vera byggð á einhverju sem er haft eftir brotaþola, eða réttargæslumanni brotaþola, hvort heldur sem það er komið beint frá þeim eða þriðja manni, þá hefur mér verið nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum. Þetta mál á heima hjá lögreglu og síðan hjá ákæruvaldi en samkvæmt gögnum málsins trúi ég ekki öðru en ákæruvaldið muni fella málið niður. “
Hlíðamálið Tengdar fréttir Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00 Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00
Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14