Besti Facebook-hrekkur sögunnar Atli Fannar Bjarkason skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Einu sinni vann ég með manni sem fannst fátt skemmtilegra en að vera sniðugur á Facebook. Hann var líka mjög góður í því og uppskar oftar en ekki fjölda læka sem glöddu hann mikið. Dag einn komst ég í tölvuna hans og í staðinn fyrir að skrifa vandræðalega stöðu í hans nafni leitaði ég enn dýpra í sótsvarta sál mína. Ég breytti stillingunum á Facebook-síðunni þannig að aðeins hann og enginn annar sá það sem hann skrifaði. Þannig gat hann sett inn einhvern snilldarlegan orðaleik um málefni líðandi stundar, eins og hann var vanur, án þess að uppskera svo mikið sem eitt einasta læk, þar sem hann var sá eini sem sá það. Þetta var auðvitað hrein og klár martröð fyrir minn mann. Ég fylgdist með honum dæla inn snilldarlegum athugasemdum um menn og málefni, eitthvað sem hefði rakað inn tugum læka undir venjulegum kringumstæðum, án þess að uppskera svo lítið sem eina athugasemd. Hann bar harm sinn í hljóði en ég sá að sjálfstraustið var hægt og rólega að gufa upp. Spurður út í lækþurrkinn reyndi hann að bera sig vel og gerði lítið úr lækþorstanum sem virtist þó beintengdur lífsviljanum, ef eitthvað er að marka þessa ómannúðlegu tilraun mína. Það leið ekki á löngu þar til samviskan brá fæti fyrir illt innrætið og ég sagði honum frá grikknum. Ég bjóst við ofsafengnum viðbrögðum með tilheyrandi hótunum um makleg málagjöld og kannski fullyrðingum um að ég hefði sigrað orrustuna en að stríðið væri rétt að byrja en í staðinn fékk ég ekkert. Akkúrat ekki neitt. Hann starði á skjáinn og kom varla upp orði — eins og hann væri að hugsa um um lækin sem hefðu getað orðið en hurfu ofan í grafreitinn sem ég breytti síðunni hans í. Ég hugsa stundum um þennan hrekk þegar ég renni yfir Facebook … Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Einu sinni vann ég með manni sem fannst fátt skemmtilegra en að vera sniðugur á Facebook. Hann var líka mjög góður í því og uppskar oftar en ekki fjölda læka sem glöddu hann mikið. Dag einn komst ég í tölvuna hans og í staðinn fyrir að skrifa vandræðalega stöðu í hans nafni leitaði ég enn dýpra í sótsvarta sál mína. Ég breytti stillingunum á Facebook-síðunni þannig að aðeins hann og enginn annar sá það sem hann skrifaði. Þannig gat hann sett inn einhvern snilldarlegan orðaleik um málefni líðandi stundar, eins og hann var vanur, án þess að uppskera svo mikið sem eitt einasta læk, þar sem hann var sá eini sem sá það. Þetta var auðvitað hrein og klár martröð fyrir minn mann. Ég fylgdist með honum dæla inn snilldarlegum athugasemdum um menn og málefni, eitthvað sem hefði rakað inn tugum læka undir venjulegum kringumstæðum, án þess að uppskera svo lítið sem eina athugasemd. Hann bar harm sinn í hljóði en ég sá að sjálfstraustið var hægt og rólega að gufa upp. Spurður út í lækþurrkinn reyndi hann að bera sig vel og gerði lítið úr lækþorstanum sem virtist þó beintengdur lífsviljanum, ef eitthvað er að marka þessa ómannúðlegu tilraun mína. Það leið ekki á löngu þar til samviskan brá fæti fyrir illt innrætið og ég sagði honum frá grikknum. Ég bjóst við ofsafengnum viðbrögðum með tilheyrandi hótunum um makleg málagjöld og kannski fullyrðingum um að ég hefði sigrað orrustuna en að stríðið væri rétt að byrja en í staðinn fékk ég ekkert. Akkúrat ekki neitt. Hann starði á skjáinn og kom varla upp orði — eins og hann væri að hugsa um um lækin sem hefðu getað orðið en hurfu ofan í grafreitinn sem ég breytti síðunni hans í. Ég hugsa stundum um þennan hrekk þegar ég renni yfir Facebook …
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun