Innlent

Kyngir niður snjó á höfuðborgarsvæðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vegfarendur á ferð í snjónum í hádeginu í dag.
Vegfarendur á ferð í snjónum í hádeginu í dag. vísir/anton brink
Veðurstofan spáði snjókomu sunnan-og vestanlands í dag og sú spá hefur að minnsta kosti gengið eftir á höfuðborgarsvæðinu þar sem það byrjaði að snjóa um hádegisbil. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var svo ekki lengi að fara út og mynda vegfarendur í snjónum.

Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir suðlægri átt og 5 til 10 metrum á sekúndu með skúrum eða éljum en þurrt verður að mestu norðaustan-og austanlands. Þá verður hægari vindur og úrkomuminna í kvöld.

Þá verður vaxandi norðanátt um landið austanvert í nótt með slyddu eða ringingu. Norðvestan 13-23 metrar á sekúndu austan til á morgun, hvassast á Austfjörðum og talsverð eða mikil rigning eða slydda norðaustantil, en snjókoma til landsins.

Mun hægari vindur vestan til, él um landið norðvestanvert, en þurrt suðvestan- og sunnanlands. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en um og undir frostmarki í nótt.


Tengdar fréttir

Snjókomu spáð í dag

Gert er ráð fyrir kólnandi veðri í dag og búast má við snjó- eða slydduéljum sunnan-og vestanlands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×