Hraðatakmörkunum létt af Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 09:18 Nürburgring brautin í Þýskalandi. Autoblog Margir kætast við það nú að hraðatakmörkunum hefur verið létt frá og með næstu áramótum af kappakstursbrautinni Nürburgring í Þýskalandi. Þær voru settar vegna tíðra slysa, meðal annars banaslysa á brautinni. Í kjölfarið var eigendum brautarinnar gert að bæta öryggi á henni og hefur verið bætt við vegriðum, fletja út miklar hækkanir hennar á ýmsum stöðum og banna áhorfendur á öðrum hættulegum stöðum. Það er akstursíþróttasambandið FIA sem samþykkt hefur þessar breytingar og með henni má aka eins hratt á henni og hver kýs. Með því er áfram hægt að keppa að metbætingum á henni og búast má við að ýmsir bílaframleiðendur nýti sér það á næstunni en þessi braut hefur verið viðmið fyrir getu bestu bíla heims og þar hefur farið fram mikil samkeppni í ýmsum flokkum bíla og tímar þeirra reglulega bættir. Í mars síðastliðnum varð banaslys á brautinni í VLN Endurance Championship keppni og í kjölfar þess voru hraðatakmarkanir settar á hluta brautarinnar og það fyrir alla bíla. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent
Margir kætast við það nú að hraðatakmörkunum hefur verið létt frá og með næstu áramótum af kappakstursbrautinni Nürburgring í Þýskalandi. Þær voru settar vegna tíðra slysa, meðal annars banaslysa á brautinni. Í kjölfarið var eigendum brautarinnar gert að bæta öryggi á henni og hefur verið bætt við vegriðum, fletja út miklar hækkanir hennar á ýmsum stöðum og banna áhorfendur á öðrum hættulegum stöðum. Það er akstursíþróttasambandið FIA sem samþykkt hefur þessar breytingar og með henni má aka eins hratt á henni og hver kýs. Með því er áfram hægt að keppa að metbætingum á henni og búast má við að ýmsir bílaframleiðendur nýti sér það á næstunni en þessi braut hefur verið viðmið fyrir getu bestu bíla heims og þar hefur farið fram mikil samkeppni í ýmsum flokkum bíla og tímar þeirra reglulega bættir. Í mars síðastliðnum varð banaslys á brautinni í VLN Endurance Championship keppni og í kjölfar þess voru hraðatakmarkanir settar á hluta brautarinnar og það fyrir alla bíla.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent