Segir örla á reiði meðal háskólanema sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 12:29 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06