Fótbolti

Ronaldo: Messi verður valinn bestur í ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tveir bestu knattspyrnumenn heims síðustu árin.
Tveir bestu knattspyrnumenn heims síðustu árin. vísir/getty
Líkt og síðustu ár stendur valið á besta knattspyrnumanni heims á milli tveggja manna - Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Messi hefur hlotið nafnbótina fjórum sinnum en Ronaldo þrisvar. Ronaldo er ekki bjartsýnn fyrir kjörið í ár.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá held ég að Messi vinni í ár því þetta snýst allt um atkvæðin," segir Ronaldo en hans lið vann ekki allt eins og Barcelona gerði með Messi.

„Ég átti líklega mitt besta tímabil á ferlinum og var markahæstur í Evrópu en þetta snýst allt um atkvæðin. Ég er lítið að hugsa um þetta samt og í sannleika sagt átti ég aldrei von á því að hljóta þessa nafnbót þrisvar."

Ronaldo telur sig vera betri leikmann en Messi en segist ekki vera í neinni keppni við hann.

„Við erum ekki óvinir og eigum eðlilegt samband. Annar hvor okkar hefur tekið þessi verðlaun sjö ár í röð og það hefur aldrei gerst áður. Ég á gott samband við hann. Við erum engir bestu vinir en berum virðingu fyrir hvor öðrum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×