Barack Obama heitir Frökkum stuðningi Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2015 23:09 Obama heitir Frökkum öllum stuðningi hugsanlegum. Nýjustu fréttir herma að skotið hafi verið á gísla og þeir drepnir í tónleikahöll í París. Barack Obama forseti Bandaríkjanna flutti nú fyrir skömmu ávarp þar sem hann hét Frökkum stuðningi. Efnislega sagði hann að árásirnar í París væru enn eitt dæmið um það þegar óbreyttum borgurum væri ógnað og Bandaríkjamenn þekktu það. Samkvæmt CNN eru nú að minnsta kosti 60 manns látnir í árásum í París, þetta virðast skipulagðar árásir. Gíslum er nú haldið í tónleikahöll þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death voru með tónleika. Á CNN er nú verið að ræða við vitni sem segist hafa séð látið fólk þar á vettvangi, um tuttugu sem voru látnir og aðrir alvarlega slasaðir. Árásarmennirnir voru ekki með grímur, vitnið sá einn þeirra og hann var mjög ungur, rúmlega tvítugur með Kalsnikoff-riffil, mennirnir voru þrír eða fjórir. Þeir skutu þögulir á fólkið. En, aftur að orðum Obama sem sagði þetta ekki aðeins árás á Frakkland heldur árás á allan hinn vestræna heim. Bandaríkin heita allri aðstoð sem vinaþjóð þeirra Frakkar óska, sagði Obama. Bandaríkjaforseti sagði jafnframt að þeir sem stæðu í þeirri meiningu að þeir gætu ógnað Frökkum og rústað þeim gildum sem Frakkkar standa fyrir, þeir hafa á röngu að standa. Obama lofaði öllum stuðningi hugsanlegum og Bandaríkjamenn væru nú að vinna með Frökkum, sem og öðrum þjóðum heims með það fyrir augum að ná ódæðismönnunum og sækja þá til saka. „Ástandið er enn í járnum. Og það á eftir að koma betur í ljós hver ber ábyrgð og ég vil ekki vera með vangaveltur þar um fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. En, þetta eru skelfilegir atburðir og við sendum Frökkum og þeim sem eiga nú um sárt að binda samúðarkveðjur“ sagði Obama. Bandaríkin Frakkland Hryðjuverk í París Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna flutti nú fyrir skömmu ávarp þar sem hann hét Frökkum stuðningi. Efnislega sagði hann að árásirnar í París væru enn eitt dæmið um það þegar óbreyttum borgurum væri ógnað og Bandaríkjamenn þekktu það. Samkvæmt CNN eru nú að minnsta kosti 60 manns látnir í árásum í París, þetta virðast skipulagðar árásir. Gíslum er nú haldið í tónleikahöll þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death voru með tónleika. Á CNN er nú verið að ræða við vitni sem segist hafa séð látið fólk þar á vettvangi, um tuttugu sem voru látnir og aðrir alvarlega slasaðir. Árásarmennirnir voru ekki með grímur, vitnið sá einn þeirra og hann var mjög ungur, rúmlega tvítugur með Kalsnikoff-riffil, mennirnir voru þrír eða fjórir. Þeir skutu þögulir á fólkið. En, aftur að orðum Obama sem sagði þetta ekki aðeins árás á Frakkland heldur árás á allan hinn vestræna heim. Bandaríkin heita allri aðstoð sem vinaþjóð þeirra Frakkar óska, sagði Obama. Bandaríkjaforseti sagði jafnframt að þeir sem stæðu í þeirri meiningu að þeir gætu ógnað Frökkum og rústað þeim gildum sem Frakkkar standa fyrir, þeir hafa á röngu að standa. Obama lofaði öllum stuðningi hugsanlegum og Bandaríkjamenn væru nú að vinna með Frökkum, sem og öðrum þjóðum heims með það fyrir augum að ná ódæðismönnunum og sækja þá til saka. „Ástandið er enn í járnum. Og það á eftir að koma betur í ljós hver ber ábyrgð og ég vil ekki vera með vangaveltur þar um fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. En, þetta eru skelfilegir atburðir og við sendum Frökkum og þeim sem eiga nú um sárt að binda samúðarkveðjur“ sagði Obama.
Bandaríkin Frakkland Hryðjuverk í París Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira