Golf

Birgir Leifur lék illa á fyrsta hring

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birgir Leifur þarf að spila vel næstu daga ætli hann sér áfram.
Birgir Leifur þarf að spila vel næstu daga ætli hann sér áfram. vísir/daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, byrjaði ekki vel á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi, en fyrsti keppnisdagur var í dag.

Birgir lék á fjórum yfir pari eða 74 höggum talsins. Hann fékk einn fugl, þrjá skolla og þrjá skramba.

Þessi besti kylfingur Íslands í dag er í 147. sæti af 156 kylfingum, en 25 berjast um sæti á Evrópumótaröðinni. Eftir fjóra hringi af sex verður keppendum fækkað í 70 svo Birgir Leifur þarf að spila betur ætli hann sér áfram.

Birgir Leifur komst í gegnum fyrsta og annað stig úrtökumótsins, en auk Birgis voru það 42 aðrir sem komust í gegnum það stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×