Hryðjuverkin í París: "Við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 12:15 Utanríkisráðherra var í viðtali i Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/AFP/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra. Hryðjuverk í París Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra.
Hryðjuverk í París Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira