Samfés óskar Hagaskóla til hamingju en minnir á að klæðaburðarreglurnar eru ekki í gildi Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 15:28 Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík í ár. Vísir/Ernir Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur! Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur!
Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39