Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito: „Félagið telur sig ekki hafa brotið af sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:38 Sito í leik gegn Víkingi í sumar. vísir/andri marinó ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira