Þegar Jagger hringir og biður um lag Guðrún Ansnes skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Aðdáendur Kaleo þurfa ekki að bíða lengur en fram á föstudag með að heyra lagið No Good því þá dettur dýrðin inn á bæði Spotify og iTunes. Mynd/AlexandraValenti Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku. Kaleo Tónlist Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku.
Kaleo Tónlist Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“