Framhald Prometheus fær enn eitt nafnið Birgir Olgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 10:07 Úr kvikmyndinni Prometheus en framhald hennar hefur fengið nafnið Alien: Covenant. Vísir/20th Century Fox Það hefur margt gengið á við framleiðslu á framhaldi geimævintýris breska leikstjórans Ridley Scott, Prometheus. Myndin bar fyrst vinnuheitið Prometheus 2, fékk síðar nafnið Alien: Paradise Lost en gengur nú undir nafninu Alien: Covenant (sáttmáli). Sama hvaða nafn þessi framhaldsmynd fær þá mun hún fylgja eftir atburðunum sem áttu sér stað í Prometheus sem kom út árið 2012. Þar fengu áhorfendur að fylgjast með landkönnuðum ferðast til tunglsins LV-223 árið 2093 þar sem meiningin var að hitta þá sem einhverjir úr hópnum töldu hafa skapað mannkynið.Búast má við því að vélmennið David muni koma töluvert við sögu í Alien: CovenantVísir/20th Century FoxSú ferð fór ekki eins og vonast hafði verið eftir, allir úr hópnum biðu bana nema vísindakonan Elizabeth Shaw og vélmennið David. Við lok myndarinnar sjá áhorfendur Elizabeth og David fljúga frá tunglinu og var stefnan sett á heimkynni þeirra sem taldir eru hafa skapað mannkynið og leita svara frá þeim hvers vegna þeir ákváðu að skapa mannkynið og hvers vegna þeir höfðu í framhaldinu tekið þá ákvörðun að eyða því. Kvikmyndaverið 20th Century Fox segir Alien: Covenant eiga að vera mynd númer tvö í þríleik kvikmynda sem eiga að vera forsaga Alien-myndanna þar sem ætlunin er að svara hvers vegna skepnan, sem Ellen Ripley þurfti að kljást við í fjórum Alien-myndum, var sköpuð. Neill Bloomkamp, sem á að baki District 9, Elysium og Chappie, átti að leikstýra næstu Alien-mynd en framleiðslu hennar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, allavega þangað til Ridley Scott lýkur framleiðsu Alien: Covenant. Myndin mun segja frá áhöfn skipsins Covenant sem uppgötvar plánetu sem hún telur í fyrstu vera einskonar paradís, en kemst síðar að því að plánetan er afar hættulegar staður með aðeins einum íbúa, vélmenninu David. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Það hefur margt gengið á við framleiðslu á framhaldi geimævintýris breska leikstjórans Ridley Scott, Prometheus. Myndin bar fyrst vinnuheitið Prometheus 2, fékk síðar nafnið Alien: Paradise Lost en gengur nú undir nafninu Alien: Covenant (sáttmáli). Sama hvaða nafn þessi framhaldsmynd fær þá mun hún fylgja eftir atburðunum sem áttu sér stað í Prometheus sem kom út árið 2012. Þar fengu áhorfendur að fylgjast með landkönnuðum ferðast til tunglsins LV-223 árið 2093 þar sem meiningin var að hitta þá sem einhverjir úr hópnum töldu hafa skapað mannkynið.Búast má við því að vélmennið David muni koma töluvert við sögu í Alien: CovenantVísir/20th Century FoxSú ferð fór ekki eins og vonast hafði verið eftir, allir úr hópnum biðu bana nema vísindakonan Elizabeth Shaw og vélmennið David. Við lok myndarinnar sjá áhorfendur Elizabeth og David fljúga frá tunglinu og var stefnan sett á heimkynni þeirra sem taldir eru hafa skapað mannkynið og leita svara frá þeim hvers vegna þeir ákváðu að skapa mannkynið og hvers vegna þeir höfðu í framhaldinu tekið þá ákvörðun að eyða því. Kvikmyndaverið 20th Century Fox segir Alien: Covenant eiga að vera mynd númer tvö í þríleik kvikmynda sem eiga að vera forsaga Alien-myndanna þar sem ætlunin er að svara hvers vegna skepnan, sem Ellen Ripley þurfti að kljást við í fjórum Alien-myndum, var sköpuð. Neill Bloomkamp, sem á að baki District 9, Elysium og Chappie, átti að leikstýra næstu Alien-mynd en framleiðslu hennar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, allavega þangað til Ridley Scott lýkur framleiðsu Alien: Covenant. Myndin mun segja frá áhöfn skipsins Covenant sem uppgötvar plánetu sem hún telur í fyrstu vera einskonar paradís, en kemst síðar að því að plánetan er afar hættulegar staður með aðeins einum íbúa, vélmenninu David.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira