Frosti við Önnu miðil: Fáðu þér heiðarlega vinnu Bjarki Ármannsson skrifar 2. nóvember 2015 20:16 Hart var tekist á um starfsemi spámiðla í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Þau Frosti Logason og Anna Birta spámiðill ræddu þá umdeildan miðilsfund sem haldinn var í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Frosti gagnrýndi Önnu harkalega í þættinum og sakaði hana um að nýta sér trúgirni þeirra sem eiga um sárt að binda. „Þessi fundur var mjög eftirminnilegur og skemmtilegur, aðallega fyrir það að hann var mjög vandræðalegur fyrir alla sem voru á staðnum,“ segir Frosti. „Hann var í raun og veru mjög upplýsandi fyrir það hvernig svona miðlar virka.“Sjá einnig:Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Anna þakkaði Frosta aftur á móti fyrir að koma af stað umfjölllun um fundinn með því að segja frá heimsókninni í þættinum Harmageddon. Að fá efasemdarmenn eins og Frosta á fund til sín sé algengt og ekki vandamál. „Þetta er ekki fyrir alla,“ segir Anna Birta. „Ég get ekki setið hér og sagt: Jú, ég sé víst dáið fólk! Þannig að ég segi að þetta er bara svolítið eins og gamall maður sem fer á rokktónleika og kvartar yfir hávaða.“Sjá einnig: Miðillinn ætlar ekki í mál við Frosta Hún hélt því fram að það að sjá framliðna væri hennar veruleiki og benti á það að miðlar hafa lengi verið til. Frosti var greinilega ekki sannfærður. „Að þú, ung og glæsileg kona, sért að leggja fyrir þig svona svikabraut og hafa atvinnu af því að pretta fólk, finnst mér óskiljanlegt og mjög sorglegt,“ segir Frosti.Sjáðu umræður þeirra Frosta og Önnu með því að smella á spilarann hér að ofan. Harmageddon Tengdar fréttir Hætt að horfa í kristalskúluna Sigríður Heimisdóttir er fjölhæfur iðnhönnuður sem skiptir tíma sínum á milli tveggja heima. Á Íslandi býr fjölskyldan en í Svíþjóð sinnir hún ábyrgðarstöðu hjá Ikea. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa reynst sér mun betur en það sænska eftir að so 9. janúar 2015 09:21 Ræðir um hindurvitni og hnignun skynseminnar „James er þekktur fyrir að afhjúpa miðla og svikahrappa. Í erindi sínu mun hann fjalla um hindurvitni og hnignun skynseminnar," segir Sigurður Hólm Gunnarsson hjá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, um heimsókn Bandaríkjamannsins James Randi til Íslands. 23. júní 2010 20:41 Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 „Fólk þarf að hafa í huga að þetta er bara dægrastytting“ Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. 31. mars 2015 10:21 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hart var tekist á um starfsemi spámiðla í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Þau Frosti Logason og Anna Birta spámiðill ræddu þá umdeildan miðilsfund sem haldinn var í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Frosti gagnrýndi Önnu harkalega í þættinum og sakaði hana um að nýta sér trúgirni þeirra sem eiga um sárt að binda. „Þessi fundur var mjög eftirminnilegur og skemmtilegur, aðallega fyrir það að hann var mjög vandræðalegur fyrir alla sem voru á staðnum,“ segir Frosti. „Hann var í raun og veru mjög upplýsandi fyrir það hvernig svona miðlar virka.“Sjá einnig:Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Anna þakkaði Frosta aftur á móti fyrir að koma af stað umfjölllun um fundinn með því að segja frá heimsókninni í þættinum Harmageddon. Að fá efasemdarmenn eins og Frosta á fund til sín sé algengt og ekki vandamál. „Þetta er ekki fyrir alla,“ segir Anna Birta. „Ég get ekki setið hér og sagt: Jú, ég sé víst dáið fólk! Þannig að ég segi að þetta er bara svolítið eins og gamall maður sem fer á rokktónleika og kvartar yfir hávaða.“Sjá einnig: Miðillinn ætlar ekki í mál við Frosta Hún hélt því fram að það að sjá framliðna væri hennar veruleiki og benti á það að miðlar hafa lengi verið til. Frosti var greinilega ekki sannfærður. „Að þú, ung og glæsileg kona, sért að leggja fyrir þig svona svikabraut og hafa atvinnu af því að pretta fólk, finnst mér óskiljanlegt og mjög sorglegt,“ segir Frosti.Sjáðu umræður þeirra Frosta og Önnu með því að smella á spilarann hér að ofan.
Harmageddon Tengdar fréttir Hætt að horfa í kristalskúluna Sigríður Heimisdóttir er fjölhæfur iðnhönnuður sem skiptir tíma sínum á milli tveggja heima. Á Íslandi býr fjölskyldan en í Svíþjóð sinnir hún ábyrgðarstöðu hjá Ikea. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa reynst sér mun betur en það sænska eftir að so 9. janúar 2015 09:21 Ræðir um hindurvitni og hnignun skynseminnar „James er þekktur fyrir að afhjúpa miðla og svikahrappa. Í erindi sínu mun hann fjalla um hindurvitni og hnignun skynseminnar," segir Sigurður Hólm Gunnarsson hjá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, um heimsókn Bandaríkjamannsins James Randi til Íslands. 23. júní 2010 20:41 Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 „Fólk þarf að hafa í huga að þetta er bara dægrastytting“ Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. 31. mars 2015 10:21 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hætt að horfa í kristalskúluna Sigríður Heimisdóttir er fjölhæfur iðnhönnuður sem skiptir tíma sínum á milli tveggja heima. Á Íslandi býr fjölskyldan en í Svíþjóð sinnir hún ábyrgðarstöðu hjá Ikea. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa reynst sér mun betur en það sænska eftir að so 9. janúar 2015 09:21
Ræðir um hindurvitni og hnignun skynseminnar „James er þekktur fyrir að afhjúpa miðla og svikahrappa. Í erindi sínu mun hann fjalla um hindurvitni og hnignun skynseminnar," segir Sigurður Hólm Gunnarsson hjá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, um heimsókn Bandaríkjamannsins James Randi til Íslands. 23. júní 2010 20:41
Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00
„Fólk þarf að hafa í huga að þetta er bara dægrastytting“ Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. 31. mars 2015 10:21