Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - ÍBV 33-25 | Haukar komnir á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2015 22:15 Haukar eru komnir á topp Olís-deildar kvenna eftir öruggan og sannfærandi sigur á ÍBV, 33-25, í Schenker-höllinni í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Hauka í röð en liðið hefur verið á mikilli og góðri siglingu undanfarnar vikur. Eyjakonur hafa hins vegar tapað tveimur síðustu leikjum illa eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var eign Hauka sem léku við hvurn sinn fingur. Hin portúgalska Maria Pereira gaf tóninn en hún skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Hauka sem komust í 5-1. Vörn ÍBV var úti á þekju í fyrri hálfleik og markvarslan þ.a.l. lítil. Hinum megin byrjaði Elín Jóna Þorsteinsdóttir fyrri hálfleikinn frábærlega en hún varði átta skot á fyrstu 13 mínútum leiksins. Eyjakonur minnkuðu muninn í 5-3 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum gegn einu og komust fimm mörkum yfir, 9-4. Ragnheiður Ragnarsdóttir var áberandi í fyrri hálfleik en Eyjakonur létu hægra hornið nánast afskipt í sínum varnarleik. Ragnheiður skoraði alls fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og fiskaði auk þess eitt víti og brottvísun á leikmann gestanna. Hafnfirðingar náðu mest átta marka forystu, 17-9, undir lok fyrri hálfleiks en Eyjakonur skoruðu tvö síðustu mörk hans og því var munurinn sex mörk í hálfleik, 17-11. Það var þó aldrei nein endurkoma í kortunum. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn á 4-2 kafla og endurheimtu átta marka forystuna sem þeir höfðu tapað niður í undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var 21-13 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum og fimm mínútum síðar var munurinn kominn upp í níu mörk, 24-15, og leik í raun lokið. Haukar náðu mest 12 marka forystu, 30-18, en gestirnir náðu að laga stöðuna undir lokin og niðurstaðan því átta marka sigur heimakvenna, 33-25. Elín Jóna varði alls 18 skot í marki Hauka en hinum megin var markvarslan lítil, fyrr en í rusltíma þegar úrslitin voru löngu ráðin. Maria var markahæst hjá Haukum með átta mörk en níu leikmenn liðsins komust á blað í kvöld. Ramune Pekarskyte skoraði sjö mörk og Ragnheiður sex. Hjá ÍBV var Drífa Þorvaldsdóttir sú eina með lífsmarki en hún gerði níu mörk.Óskar: Gripum tækifærið Haukar komust í kvöld á topp Olís-deildar kvenna með öruggum átta marka sigri, 33-25, á ÍBV. Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var eðlilega hæstánægður með sigurinn og spilamennsku síns liðs en hann átti ekki von á því að Haukar hefðu jafnmikla yfirburði og raun bar vitni. "Auðvitað, ég bjóst ekki við svona yfirburðum í leik tveggja jafnra liða," sagði Óskar en Haukar hafa verið á frábæru skriði að undanförnu og unnið sjö deildarleiki í röð. "Við áttum tækifæri til að komast á toppinn og gripum það. Ég er glaður yfir því. Nú þurfum við að halda dampi. Við eigum Gróttu í næsta leik og það verður verðugt verkefni." Óskar segir að sterkur varnarleikur hafi lagt grunninn að sigri Hauka í kvöld. "Við spiluðum gríðarlega grimman varnarleikur og þær voru þéttar og virkar og náðu að brjóta vel. Síðan hefur Elín verið að verja vel, og extra vel þegar við erum að spila góða vörn," sagði Óskar sem var einnig ánægður með sóknarleikinn í kvöld. "Sóknarleikurinn var líka mjög sterkur og við vorum ekki í neinu bulli. Við sóttum rétt og gerðum það sem lagt var upp með," sagði Óskar. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik frá því í 1. umferðinni. Óskar segir mikilvægt að hafa endurheimt þennan öfluga leikstjórnanda. "Hún veitir okkur enn meira öryggi og eykur breiddina í liðinu. Það var smá ryð í henni en hún er með þannig leiksskilning að hún verður fljót að komast í gott stand," sagði Óskar að endingu.Hrafnhildur: Vonandi er ég með alvöru íþróttamenn Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sagði að sitt lið hafi ekki verið með frá byrjun gegn Haukum í kvöld. "Við mættum aldrei til leiks, ekkert af viti. Við fórum með nokkur dauðafæri í byrjun sem skipti miklu en eftir það leit þetta illa út," sagði Hrafnhildur en Eyjakonur lentu mest 12 mörkum undir í seinni hálfleik, 30-18. "Það var andleysi og liðið er ekki líkt sjálfu sér," sagði Hrafnhildur sem hafði trú á því að ÍBV gæti komið til baka þegar liðin héldu til búningsherbergja. "Við fórum vel yfir þetta í hálfleik og trúin var til staðar í liðinu. En um leið og við misstum þær aftur langt frá okkur varð brekkan enn brattari." ÍBV hefur tapað tveimur leikjum í röð býsna sannfærandi eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni. "Alvöru íþróttamenn stíga upp og ég vona að ég sé með alvöru íþróttamenn í liðinu," sagði Hrafnhildur. "Svo er þessi útivallargrýla og við þurfum að taka á henni. Við höfum spilað illa á útivelli, fyrir utan fyrsta leikinn gegn Fram."Ramune Pekarskyte, leikmaður Hauka, reynir að finna leiðir framhjá Eyjavörninni í kvöld.Vísir/ErnirHrafnhildur Skúladóttir.Vísir/ErnirÓskar Ármannsson.Vísir/Ernir Olís-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Haukar eru komnir á topp Olís-deildar kvenna eftir öruggan og sannfærandi sigur á ÍBV, 33-25, í Schenker-höllinni í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Hauka í röð en liðið hefur verið á mikilli og góðri siglingu undanfarnar vikur. Eyjakonur hafa hins vegar tapað tveimur síðustu leikjum illa eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var eign Hauka sem léku við hvurn sinn fingur. Hin portúgalska Maria Pereira gaf tóninn en hún skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Hauka sem komust í 5-1. Vörn ÍBV var úti á þekju í fyrri hálfleik og markvarslan þ.a.l. lítil. Hinum megin byrjaði Elín Jóna Þorsteinsdóttir fyrri hálfleikinn frábærlega en hún varði átta skot á fyrstu 13 mínútum leiksins. Eyjakonur minnkuðu muninn í 5-3 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum gegn einu og komust fimm mörkum yfir, 9-4. Ragnheiður Ragnarsdóttir var áberandi í fyrri hálfleik en Eyjakonur létu hægra hornið nánast afskipt í sínum varnarleik. Ragnheiður skoraði alls fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og fiskaði auk þess eitt víti og brottvísun á leikmann gestanna. Hafnfirðingar náðu mest átta marka forystu, 17-9, undir lok fyrri hálfleiks en Eyjakonur skoruðu tvö síðustu mörk hans og því var munurinn sex mörk í hálfleik, 17-11. Það var þó aldrei nein endurkoma í kortunum. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn á 4-2 kafla og endurheimtu átta marka forystuna sem þeir höfðu tapað niður í undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var 21-13 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum og fimm mínútum síðar var munurinn kominn upp í níu mörk, 24-15, og leik í raun lokið. Haukar náðu mest 12 marka forystu, 30-18, en gestirnir náðu að laga stöðuna undir lokin og niðurstaðan því átta marka sigur heimakvenna, 33-25. Elín Jóna varði alls 18 skot í marki Hauka en hinum megin var markvarslan lítil, fyrr en í rusltíma þegar úrslitin voru löngu ráðin. Maria var markahæst hjá Haukum með átta mörk en níu leikmenn liðsins komust á blað í kvöld. Ramune Pekarskyte skoraði sjö mörk og Ragnheiður sex. Hjá ÍBV var Drífa Þorvaldsdóttir sú eina með lífsmarki en hún gerði níu mörk.Óskar: Gripum tækifærið Haukar komust í kvöld á topp Olís-deildar kvenna með öruggum átta marka sigri, 33-25, á ÍBV. Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var eðlilega hæstánægður með sigurinn og spilamennsku síns liðs en hann átti ekki von á því að Haukar hefðu jafnmikla yfirburði og raun bar vitni. "Auðvitað, ég bjóst ekki við svona yfirburðum í leik tveggja jafnra liða," sagði Óskar en Haukar hafa verið á frábæru skriði að undanförnu og unnið sjö deildarleiki í röð. "Við áttum tækifæri til að komast á toppinn og gripum það. Ég er glaður yfir því. Nú þurfum við að halda dampi. Við eigum Gróttu í næsta leik og það verður verðugt verkefni." Óskar segir að sterkur varnarleikur hafi lagt grunninn að sigri Hauka í kvöld. "Við spiluðum gríðarlega grimman varnarleikur og þær voru þéttar og virkar og náðu að brjóta vel. Síðan hefur Elín verið að verja vel, og extra vel þegar við erum að spila góða vörn," sagði Óskar sem var einnig ánægður með sóknarleikinn í kvöld. "Sóknarleikurinn var líka mjög sterkur og við vorum ekki í neinu bulli. Við sóttum rétt og gerðum það sem lagt var upp með," sagði Óskar. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik frá því í 1. umferðinni. Óskar segir mikilvægt að hafa endurheimt þennan öfluga leikstjórnanda. "Hún veitir okkur enn meira öryggi og eykur breiddina í liðinu. Það var smá ryð í henni en hún er með þannig leiksskilning að hún verður fljót að komast í gott stand," sagði Óskar að endingu.Hrafnhildur: Vonandi er ég með alvöru íþróttamenn Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sagði að sitt lið hafi ekki verið með frá byrjun gegn Haukum í kvöld. "Við mættum aldrei til leiks, ekkert af viti. Við fórum með nokkur dauðafæri í byrjun sem skipti miklu en eftir það leit þetta illa út," sagði Hrafnhildur en Eyjakonur lentu mest 12 mörkum undir í seinni hálfleik, 30-18. "Það var andleysi og liðið er ekki líkt sjálfu sér," sagði Hrafnhildur sem hafði trú á því að ÍBV gæti komið til baka þegar liðin héldu til búningsherbergja. "Við fórum vel yfir þetta í hálfleik og trúin var til staðar í liðinu. En um leið og við misstum þær aftur langt frá okkur varð brekkan enn brattari." ÍBV hefur tapað tveimur leikjum í röð býsna sannfærandi eftir að hafa unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni. "Alvöru íþróttamenn stíga upp og ég vona að ég sé með alvöru íþróttamenn í liðinu," sagði Hrafnhildur. "Svo er þessi útivallargrýla og við þurfum að taka á henni. Við höfum spilað illa á útivelli, fyrir utan fyrsta leikinn gegn Fram."Ramune Pekarskyte, leikmaður Hauka, reynir að finna leiðir framhjá Eyjavörninni í kvöld.Vísir/ErnirHrafnhildur Skúladóttir.Vísir/ErnirÓskar Ármannsson.Vísir/Ernir
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira