Svör óskast um RÚV Stjórnarmaðurinn skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Viðbrögð við RÚV skýrslunni svokölluðu hafa verið fyrirsjáanleg og borið vott um þá flokkadrætti sem einkenna þjóðfélagsumræðuna. Lítið hefur farið fyrir efnislegri umræðu um skýrsluna. Þess í stað hefur allt snúist um upphrópanir, þar sem skýrslan er annaðhvort árás gegn RÚV skipulögð af pólitískum andstæðingum eða RÚV ónýtt apparat sem leggja á niður. Sannleikurinn er væntanlega einhversstaðar þarna á milli. Margir hafa fallið í þá gryfju að gagnrýna skipan nefndarinnar en þar átti meðal annars sæti Eyþór Arnalds, yfirlýstur sjálfstæðismaður. Í hugum andstæðinga skýrslunnar var þetta augljóst merki um að niðurstaðan hefði verið pöntuð og átt að koma RÚV illa. Þetta sama fólk virðist þó ekki velta því fyrir sér að í nefndinni sátu einnig óháðir sérfræðingar frá fjármálaráðuneytinu annars vegar, og endurskoðandi frá KPMG hins vegar. Ekki er upplýst hvaða hagsmuni þetta fólk hefur af því að draga upp dökka mynd af RÚV, en fólk ætti ef til vill að hugsa sig um tvisvar áður en það dregur fagleg heilindi þess í efa. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að rekstur RÚV hafi verið borinn saman við stærsta einkarekna fjölmiðil landsins, 365 miðla. Einkum á þeim grundvelli annars vegar að tölurnar hafi komið frá forstjóra 365, og hins vegar að ekki sé um sanngjarnan samanburð að ræða í ljósi „almannaþjónustuhlutverks“ RÚV. Aftur er þarna verið að saka fólk um fagleg óheilindi, og umræðan rugluð með vísan í óskilgreint hugtak sem hver túlkar eftir eigin höfði. Skýrslan sjálf er vel unnin og áhugavert innlegg í umræðuna. Því er miður að fleiri hafi ekki orðið við bón menntamálaráðherra um að fara í boltann en ekki manninn. Niðurstaðan er hins vegar skýr. RÚV ber sig ekki í núverandi mynd, og þarf annaðhvort að auka tekjustofna eða skera niður þjónustu og yfirbyggingu. Fyrirliggjandi sparnaðaráætlanir eru hvorki fastar í hendi né líklegar til að leysa vandann til frambúðar. Er því ekki rakið að efna til umræðu um hlutverk og tilvist RÚV til framtíðar? Er öryggishlutverk stofnunarinnar úrelt, og betur sinnt af einkaaðilum? Á RÚV að hætta auglýsingasölu? Er eðlilegt að RÚV teygi sig út fyrir hefðbundið hlutverk sitt og spreyti sig á nýmiðlum á borð við vefsíður eða streymisþjónustu? Svona mætti áfram halda. Spurningin er ekki bara hvort við eigum að halda áfram að dæla peningum í RÚV, heldur einnig hvers konar RÚV við viljum fá fyrir peningana okkar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Viðbrögð við RÚV skýrslunni svokölluðu hafa verið fyrirsjáanleg og borið vott um þá flokkadrætti sem einkenna þjóðfélagsumræðuna. Lítið hefur farið fyrir efnislegri umræðu um skýrsluna. Þess í stað hefur allt snúist um upphrópanir, þar sem skýrslan er annaðhvort árás gegn RÚV skipulögð af pólitískum andstæðingum eða RÚV ónýtt apparat sem leggja á niður. Sannleikurinn er væntanlega einhversstaðar þarna á milli. Margir hafa fallið í þá gryfju að gagnrýna skipan nefndarinnar en þar átti meðal annars sæti Eyþór Arnalds, yfirlýstur sjálfstæðismaður. Í hugum andstæðinga skýrslunnar var þetta augljóst merki um að niðurstaðan hefði verið pöntuð og átt að koma RÚV illa. Þetta sama fólk virðist þó ekki velta því fyrir sér að í nefndinni sátu einnig óháðir sérfræðingar frá fjármálaráðuneytinu annars vegar, og endurskoðandi frá KPMG hins vegar. Ekki er upplýst hvaða hagsmuni þetta fólk hefur af því að draga upp dökka mynd af RÚV, en fólk ætti ef til vill að hugsa sig um tvisvar áður en það dregur fagleg heilindi þess í efa. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að rekstur RÚV hafi verið borinn saman við stærsta einkarekna fjölmiðil landsins, 365 miðla. Einkum á þeim grundvelli annars vegar að tölurnar hafi komið frá forstjóra 365, og hins vegar að ekki sé um sanngjarnan samanburð að ræða í ljósi „almannaþjónustuhlutverks“ RÚV. Aftur er þarna verið að saka fólk um fagleg óheilindi, og umræðan rugluð með vísan í óskilgreint hugtak sem hver túlkar eftir eigin höfði. Skýrslan sjálf er vel unnin og áhugavert innlegg í umræðuna. Því er miður að fleiri hafi ekki orðið við bón menntamálaráðherra um að fara í boltann en ekki manninn. Niðurstaðan er hins vegar skýr. RÚV ber sig ekki í núverandi mynd, og þarf annaðhvort að auka tekjustofna eða skera niður þjónustu og yfirbyggingu. Fyrirliggjandi sparnaðaráætlanir eru hvorki fastar í hendi né líklegar til að leysa vandann til frambúðar. Er því ekki rakið að efna til umræðu um hlutverk og tilvist RÚV til framtíðar? Er öryggishlutverk stofnunarinnar úrelt, og betur sinnt af einkaaðilum? Á RÚV að hætta auglýsingasölu? Er eðlilegt að RÚV teygi sig út fyrir hefðbundið hlutverk sitt og spreyti sig á nýmiðlum á borð við vefsíður eða streymisþjónustu? Svona mætti áfram halda. Spurningin er ekki bara hvort við eigum að halda áfram að dæla peningum í RÚV, heldur einnig hvers konar RÚV við viljum fá fyrir peningana okkar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira