Fótbolti

Stuðningsmenn City bauluðu aftur á Meistaradeildarlagið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn City á leiknum í gær.
Stuðningsmenn City á leiknum í gær. vísir/getty
Stuðningsmenn Man. City ætla ekki að hlusta á Geir Þorsteinsson og aðra hjá UEFA því þeir héldu áfram að baula á Meistaradeildarlagið í gær.

Eins og kunnugt er þá hefur UEFA kært félagið þar sem stuðningsmenn þess bauluðu á lagið um daginn. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður UEFA á þeim leik og klagaði stuðningsmennina til City.

City var að leika í Sevilla í gær og þeir stuðningsmenn City sem þangað fóru létu í sér heyra er Meistaradeildarlagið var spilað. Það sem meira er þá voru þeir mættir með miða þar sem á stóð: „BOO".

Stjóri Man. City, Manuel Pellegrini, hefur tekið upp hanskann fyrir stuðningsmennina sem og fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, sem sagði þessa kæru Geirs vera brandara.


Tengdar fréttir

Þessi kæra hjá UEFA er brandari

Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, var ekki hrifinn af því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, skildi hafa kvartað yfir hegðun stuðningsmanna City í Meistaradeildinni á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×