Við megum ekki gleyma þessum sögum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 08:45 Helga og Dagbjört Brynja vörðu kvenréttindadeginum 19. júní 2015 saman úti í Hrísey, elduðu rúgbrauðsgraut og nutu þess að kynnast. „Helga er ömmusystir mín. Hún er alþýðukona sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði. Ég tel að saga hennar eigi erindi til okkar allra,“? segir Dagbjört Brynja Harðardóttir myndlistarkona og höfundur sýningarinnar Í heimsókn hjá Helgu sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri klukkan 14 í dag. Hver skyldi hafa verið kveikjan að henni? „?Ég var svo heppin að alast upp með ömmum mínum báðum, þær voru hluti af lífi mínu. Þær höfðu upplifað tímana tvenna og þegar ég fullorðnaðist sá ég eftir að hafa ekki skráð eitthvað niður eftir þeim. Það vakti mig til umhugsunar um hversu mikilvægt væri að við héldum sögum til haga.?“ Þegar 19. júní 2015 nálgaðist þar sem haldið var upp á hundrað ára kosningaafmæli kvenna varð Dagbjörtu Brynju hugsað til Helgu frænku sinnar í Syðstabæ í Hrísey, sem er 94 ára. Hún ákvað að fagna deginum með því að heimsækja hana. „?Ég brá mér með ferjunni til Hríseyjar og varði kvenréttindadeginum með Helgu. Við töluðum saman í marga klukkutíma, ég tók allt upp og myndaði líka en vissi ekkert á þeirri stundu hvað ég ætlaðist fyrir með efnið. Aðalatriðið var að fá að heyra sögu þessarar frænku minnar og fræðast í leiðinni um æsku föðurömmu minnar. Við Helga áttum frábæran dag, veðrið var eins og best varð á kosið, það var eldaður rúgbrauðsgrautur og hamingjuóskum rigndi yfir okkur í tilefni dagsins. Við Helga kynntumst heilmikið. Samtalið byrjaði svolítið þvingað en svo losnaði um allt slíkt og hún lýsti sínu daglega lífi gegnum árin og upplifunum sem voru ekkert endilega allar skemmtilegar.“ ? Með sýningunni í Minjasafninu kveðst Dagbjört Brynja vilja heiðra baráttu kvenna fyrir samfélagsréttindum. ?Mér finnst ég hafa ákveðna skyldu til að nýta þau tækifæri sem konur fyrri kynslóða börðust fyrir og við nútímakonur njótum og ég vil ég sýna ömmum mínum og öðrum konum af þeirra kynslóð heiður og þökk. Helga er góður fulltrúi þeirra, hún er þvílík hvunndagshetja að það hálfa væri nóg. Mér finnst líka frábært að geta vottað henni virðingu meðan hún er enn á lífi. Þó hennar sögur hafi sumar gerst fyrir mörgum áratugum þá er svo ótrúlega stutt síðan og við megum ekki gleyma þessum sögum.? Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Helga er ömmusystir mín. Hún er alþýðukona sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði. Ég tel að saga hennar eigi erindi til okkar allra,“? segir Dagbjört Brynja Harðardóttir myndlistarkona og höfundur sýningarinnar Í heimsókn hjá Helgu sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri klukkan 14 í dag. Hver skyldi hafa verið kveikjan að henni? „?Ég var svo heppin að alast upp með ömmum mínum báðum, þær voru hluti af lífi mínu. Þær höfðu upplifað tímana tvenna og þegar ég fullorðnaðist sá ég eftir að hafa ekki skráð eitthvað niður eftir þeim. Það vakti mig til umhugsunar um hversu mikilvægt væri að við héldum sögum til haga.?“ Þegar 19. júní 2015 nálgaðist þar sem haldið var upp á hundrað ára kosningaafmæli kvenna varð Dagbjörtu Brynju hugsað til Helgu frænku sinnar í Syðstabæ í Hrísey, sem er 94 ára. Hún ákvað að fagna deginum með því að heimsækja hana. „?Ég brá mér með ferjunni til Hríseyjar og varði kvenréttindadeginum með Helgu. Við töluðum saman í marga klukkutíma, ég tók allt upp og myndaði líka en vissi ekkert á þeirri stundu hvað ég ætlaðist fyrir með efnið. Aðalatriðið var að fá að heyra sögu þessarar frænku minnar og fræðast í leiðinni um æsku föðurömmu minnar. Við Helga áttum frábæran dag, veðrið var eins og best varð á kosið, það var eldaður rúgbrauðsgrautur og hamingjuóskum rigndi yfir okkur í tilefni dagsins. Við Helga kynntumst heilmikið. Samtalið byrjaði svolítið þvingað en svo losnaði um allt slíkt og hún lýsti sínu daglega lífi gegnum árin og upplifunum sem voru ekkert endilega allar skemmtilegar.“ ? Með sýningunni í Minjasafninu kveðst Dagbjört Brynja vilja heiðra baráttu kvenna fyrir samfélagsréttindum. ?Mér finnst ég hafa ákveðna skyldu til að nýta þau tækifæri sem konur fyrri kynslóða börðust fyrir og við nútímakonur njótum og ég vil ég sýna ömmum mínum og öðrum konum af þeirra kynslóð heiður og þökk. Helga er góður fulltrúi þeirra, hún er þvílík hvunndagshetja að það hálfa væri nóg. Mér finnst líka frábært að geta vottað henni virðingu meðan hún er enn á lífi. Þó hennar sögur hafi sumar gerst fyrir mörgum áratugum þá er svo ótrúlega stutt síðan og við megum ekki gleyma þessum sögum.?
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira