Landsliðshópurinn skiptist í tvo hópa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Mynd/Knattspyrnusamband Íslands Níu leikmenn fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í æfingaleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu en ungur leikmannahópur var valinn í gær. Undirbúningurinn fyrir EM í Frakklandi er nú formlega hafinn en í gær var valinn landsliðshópurinn fyrir fyrstu æfingaleikina, sem verða að öllum líkindum alls átta talsins áður en lokakeppnin hefst í júní. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum en það verður ungt íslenskt landslið sem mætir þessum sterkum þjóðum í þeim leikjum. Landsliðið skiptist í tvo hópa. Annars vegar leikmenn 26 ára og eldri sem voru lykilmenn í nýliðinni undankeppni EM og hins vegar yngri hópinn sem hefur að langmestu leyti staðið fyrir utan. Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru yfir þrítugu. „Við hefðum viljað taka þessa ungu leikmenn inn í hópinn miklu fyrr og oftar. En staðan í hópnum og mikilvægi leikja hefur komið í veg fyrir það,“ segir Heimir en það þótti ekki mikil ástæða til að hrista upp í landsliðshópnum á milli leikja í síðustu undankeppni, enda velgengni íslenska liðsins mikil. „Við völdum stöðugleikann fram yfir að skoða leikmenn. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn sem við höfum verið með en metum það svo að nú sé rétti tíminn til að sýna mönnum að þeir eiga enn möguleika á að komast í hópinn fyrir lokakeppnina.“Vantaði ekki unga menn í liðið Kynslóðabilið í leikmannahópi Íslands er afar skýrt. Í hópnum eru tólf leikmenn fæddir 1989 eða fyrr sem eiga samtals að baki 360 leiki. Þá eru ellefu leikmenn fæddir 1990 eða síðar sem eiga samtals 63 leiki – þar af eiga sóknarmennirnir Kolbeinn Sigþórsson 30 og Jón Daði Böðvarsson sautján. Heimir segir að frammistaða Íslands í nýliðinni undankeppni sýni að það hafi ekki vantað leikmenn úr síðari hópnum í íslenska landsliðið. „Ef við horfum til framtíðar þá er gott að setja nýja leikmenn inn í okkar leikkerfi og leyfa þeim að kynnast landsliðsumhverfinu. Það er gott að geta yngt liðið upp þegar tækifæri gefst en landsliðið hefur hingað til alls ekki verið of gamalt.“ Landsliðið var einnig valið nú með það í huga að ekki geta allir gefið kost á sér í æfingaleikina í janúar. Þá munu liðinu aðeins standa til boða leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Af þeim ástæðum eru leikmenn eins og Hörður Björgvin Magnússon, sem spilar með Cesena á Ítalíu, og Hjörtur Hermannsson hjá PSV í Hollandi í liðinu nú. Það eru því fleiri leikmenn sem spila á Norðurlöndunum sem ekki voru valdir nú en fá líklega tækifærið í janúar.Skýrari mynd í mars Enn liggur ekki fyrir hvaða liðum Ísland mætir eftir áramót en Heimir segir að reikna megi með að í leikjunum í mars verði komin ákveðin mynd á þann hóp sem fer á EM. „Í mars fáum við bara fimm æfingar með leikmönnum og tvo leiki. Þá þurfum við að vera með nokkuð góða mynd af því hvaða leikmenn við ætlum með til Frakklands. Við erum því að hvetja menn til að taka framförum eins fljótt og mögulegt er og standa sig eins vel og hægt er með sínum félagsliðum.“ Hann segir að það sé stór hópur leikmanna sem komi til greina fyrir EM í Frakklandi og að það verði vel fylgst með þeim í vetur. „Við viljum að þessi hópur sé sem stærstur og þess vegna veljum við þennan hóp í dag. Við viljum að hann stækki enn frekar og batni.“ EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Níu leikmenn fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í æfingaleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu en ungur leikmannahópur var valinn í gær. Undirbúningurinn fyrir EM í Frakklandi er nú formlega hafinn en í gær var valinn landsliðshópurinn fyrir fyrstu æfingaleikina, sem verða að öllum líkindum alls átta talsins áður en lokakeppnin hefst í júní. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum en það verður ungt íslenskt landslið sem mætir þessum sterkum þjóðum í þeim leikjum. Landsliðið skiptist í tvo hópa. Annars vegar leikmenn 26 ára og eldri sem voru lykilmenn í nýliðinni undankeppni EM og hins vegar yngri hópinn sem hefur að langmestu leyti staðið fyrir utan. Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru yfir þrítugu. „Við hefðum viljað taka þessa ungu leikmenn inn í hópinn miklu fyrr og oftar. En staðan í hópnum og mikilvægi leikja hefur komið í veg fyrir það,“ segir Heimir en það þótti ekki mikil ástæða til að hrista upp í landsliðshópnum á milli leikja í síðustu undankeppni, enda velgengni íslenska liðsins mikil. „Við völdum stöðugleikann fram yfir að skoða leikmenn. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn sem við höfum verið með en metum það svo að nú sé rétti tíminn til að sýna mönnum að þeir eiga enn möguleika á að komast í hópinn fyrir lokakeppnina.“Vantaði ekki unga menn í liðið Kynslóðabilið í leikmannahópi Íslands er afar skýrt. Í hópnum eru tólf leikmenn fæddir 1989 eða fyrr sem eiga samtals að baki 360 leiki. Þá eru ellefu leikmenn fæddir 1990 eða síðar sem eiga samtals 63 leiki – þar af eiga sóknarmennirnir Kolbeinn Sigþórsson 30 og Jón Daði Böðvarsson sautján. Heimir segir að frammistaða Íslands í nýliðinni undankeppni sýni að það hafi ekki vantað leikmenn úr síðari hópnum í íslenska landsliðið. „Ef við horfum til framtíðar þá er gott að setja nýja leikmenn inn í okkar leikkerfi og leyfa þeim að kynnast landsliðsumhverfinu. Það er gott að geta yngt liðið upp þegar tækifæri gefst en landsliðið hefur hingað til alls ekki verið of gamalt.“ Landsliðið var einnig valið nú með það í huga að ekki geta allir gefið kost á sér í æfingaleikina í janúar. Þá munu liðinu aðeins standa til boða leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Af þeim ástæðum eru leikmenn eins og Hörður Björgvin Magnússon, sem spilar með Cesena á Ítalíu, og Hjörtur Hermannsson hjá PSV í Hollandi í liðinu nú. Það eru því fleiri leikmenn sem spila á Norðurlöndunum sem ekki voru valdir nú en fá líklega tækifærið í janúar.Skýrari mynd í mars Enn liggur ekki fyrir hvaða liðum Ísland mætir eftir áramót en Heimir segir að reikna megi með að í leikjunum í mars verði komin ákveðin mynd á þann hóp sem fer á EM. „Í mars fáum við bara fimm æfingar með leikmönnum og tvo leiki. Þá þurfum við að vera með nokkuð góða mynd af því hvaða leikmenn við ætlum með til Frakklands. Við erum því að hvetja menn til að taka framförum eins fljótt og mögulegt er og standa sig eins vel og hægt er með sínum félagsliðum.“ Hann segir að það sé stór hópur leikmanna sem komi til greina fyrir EM í Frakklandi og að það verði vel fylgst með þeim í vetur. „Við viljum að þessi hópur sé sem stærstur og þess vegna veljum við þennan hóp í dag. Við viljum að hann stækki enn frekar og batni.“
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira