Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 17:45 Aron gefur hér skipanir. Vísir/getty Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45