„Hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. nóvember 2015 17:52 Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn Hlíðarmálsins alveg réttar. Vísir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn á meintum nauðgunum í íbúð í Hlíðarhverfi alveg réttar. Hún segir að íbúðin hafi ekki verið „útbúin til nauðgana“ líkt og fullyrt var í fyrirsögn Fréttablaðsins af málinu í morgun. „Ég held að ég geti alveg fullyrt að hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald,“ sagði Alda Hrönn í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stuttu. „Þær upplýsingar sem eru í fjölmiðlum eru ekki allar alveg réttar.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að við rannsókn á tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hefði húsleit verið gerð í íbúðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Lögregla hafi þar fundið ýmis tæki og tól sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur. Þá hafi hankar verið í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturReiðin ekki farið framhjá lögreglu Sem kunnugt er, fór lögregla ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um nauðganirnar. Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna þessa og voru mótmæli skipulögð við lögreglustöðina á Hverfisgötu sem hófust nú klukkan fimm. Mennirnir tveir eru báðir taldir farnir úr landi. „Reiðin hefur ekki farið framhjá okkur,“ segir Alda Hrönn. „Það er mjög leitt ef fólkir upplifir ekki öryggi, við viljum svo sannarlega tryggja öryggi fólks. Við hefðum að sjálfsögðu leitað annarra leiða ef við teldum fólk í þannig hættu að það gæti ekki farið út í búð. Maður biðlar náttúrulega bara til þeirra sem verða fyrir þessum brotum að gefast ekki upp heldur leita til okkar.“ Aðspurð hvort margir sem gagnrýnt hafa störf lögreglu í þessu máli byggi skoðanir sínar á staðreyndum sem liggi ekki endilega fyrir, segist Alda Hrönn telja að svo sé. „Það er ansi mikið þannig,“ segir hún. „Ég hef mjög lítið séð af þessum umræðum í dag, en það er allt lagt upp úr því að það sé satt og rétt sem kemur fram í fjölmiðlum. Við þurfum aðeins að varast það og treysta á að það sé verið að vinna í þeim málum sem liggja fyrir. Auðvitað er enginn hafinn yfir gagnrýni en við þurfum líka að varast það að taka öllu eins og það sé heilagur sannleikur.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn á meintum nauðgunum í íbúð í Hlíðarhverfi alveg réttar. Hún segir að íbúðin hafi ekki verið „útbúin til nauðgana“ líkt og fullyrt var í fyrirsögn Fréttablaðsins af málinu í morgun. „Ég held að ég geti alveg fullyrt að hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald,“ sagði Alda Hrönn í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stuttu. „Þær upplýsingar sem eru í fjölmiðlum eru ekki allar alveg réttar.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að við rannsókn á tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hefði húsleit verið gerð í íbúðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Lögregla hafi þar fundið ýmis tæki og tól sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur. Þá hafi hankar verið í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturReiðin ekki farið framhjá lögreglu Sem kunnugt er, fór lögregla ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um nauðganirnar. Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna þessa og voru mótmæli skipulögð við lögreglustöðina á Hverfisgötu sem hófust nú klukkan fimm. Mennirnir tveir eru báðir taldir farnir úr landi. „Reiðin hefur ekki farið framhjá okkur,“ segir Alda Hrönn. „Það er mjög leitt ef fólkir upplifir ekki öryggi, við viljum svo sannarlega tryggja öryggi fólks. Við hefðum að sjálfsögðu leitað annarra leiða ef við teldum fólk í þannig hættu að það gæti ekki farið út í búð. Maður biðlar náttúrulega bara til þeirra sem verða fyrir þessum brotum að gefast ekki upp heldur leita til okkar.“ Aðspurð hvort margir sem gagnrýnt hafa störf lögreglu í þessu máli byggi skoðanir sínar á staðreyndum sem liggi ekki endilega fyrir, segist Alda Hrönn telja að svo sé. „Það er ansi mikið þannig,“ segir hún. „Ég hef mjög lítið séð af þessum umræðum í dag, en það er allt lagt upp úr því að það sé satt og rétt sem kemur fram í fjölmiðlum. Við þurfum aðeins að varast það og treysta á að það sé verið að vinna í þeim málum sem liggja fyrir. Auðvitað er enginn hafinn yfir gagnrýni en við þurfum líka að varast það að taka öllu eins og það sé heilagur sannleikur.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44
Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03