Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-17 | Valur slátraði toppliðinu Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 31. október 2015 00:01 Vera Lopes er í stóru hlutverki í liði ÍBV. vísir/valli Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Olís-deild kvenna Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira