Átta mörk í ótrúlegum leik | Alfreð fékk ekkert að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2015 21:00 Roma skoraði fjögur mörk í röð en tókst samt ekki að fagna sigri í Þýskalandi í kvöld. Vísir/EPA Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli. Alfrepð Finnbogason fékk ekkert að koma við sögu þegar Olympiakos vann 1-0 útisigur á Dinamo Zagreb en það var Brown Ideye, maðurinn sem heldur Alfeð út úr liðinu sem skoraði eina mark leiksins. Zenit St. Petersburg er með fullt hús í H-riðli eftir 3-1 sigur á Lyon og nú átta stigum meira en Lyon og Gent sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. Bæði Bayer Leverkusen og Roma komust tveimur mörkum yfir í ótrúlegum átta marka leik í Þýskalandi en liðin urðu á endanum að sættast á 4-4 jafntefli. Javier Hernández kom Leverkusen í 2-0 á fyrstu 19. mínútum og fékk síðan tækifæri til að skora þrennuna í fyrri hálfleik. Daniele De Rossi jafnaði metin með tveimur mörkum með átta mínútna kafla og staðan var 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoraði Miralem Pjanic frábært mark beint úr aukaspyrnu og varamaðurinn Iago Falque kom gestunum síðan í 2-0 á 73. mínútu eftir frábæran undirbúning Gervinho. Þjóðverjarnir gáfust hinsvegar ekki upp og mörk frá Kevin Kampl og Admir Mehmedi með aðeins tveggja mínútna millibili tryggðu Leverkusen jafntefli í þessum magnaða fótboltaleik. Porto vann 2-0 heimasigur á stigalausu liði Maccabi Tel Aviv og hefur nú tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev og þriggja stiga forskot á Chelsea. Barcelona er með þriggja stiga forskot í E-riðli eftir 2-0 sigur á útivelli á móti BATE Borisov á sama tíma og hin lið riðilsins, Bayer Leverkusen og Roma gerðu 4-4 jafntefli.Meistaradeildin - Úrslit í leikjum kvöldsins:E-riðillBATE Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Ivan Rakitic (48.), 0-2 Ivan Rakitic (65.),Bayer Leverkusen - Roma 4-4 1-0 Javier Hernández, víti (4.), 2-0 Javier Hernández (19.), 2-1 Daniele De Rossi (30.), 2-2 Daniele De Rossi (38.), 2-3 Miralem Pjanic (54.), 2-4 Iago Falque (73.), 3-4 Kevin Kampl (84.), 4-4 Admir Mehmedi (86.),F-riðillArsenal - Bayern München 2-0 1-0 Olivier Giroud (77.), 2-0 Mesut Özil (90.+4)Dinamo Zagreb - Olympiakos 0-1 0-1 Brown Ideye (79.)G-riðillDynamo Kiev - Chelsea 0-0Porto - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Vincent Aboubakar (38.), 2-0 Yacine Brahimi (41.),H-riðilValencia - Gent 2-1 1-0 Sofiane Feghouli (15.), 1-1 Thomas Foket (40.), 2-1 Sjálfsmark (72.)Zenit St. Petersburg - Lyon 3-1 1-0 Artyom Dzyuba (3.), 1-1 Alexandre Lacazette (49.), 2-1 Hulk (57.), 3-1 Danny (83.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira
Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli. Alfrepð Finnbogason fékk ekkert að koma við sögu þegar Olympiakos vann 1-0 útisigur á Dinamo Zagreb en það var Brown Ideye, maðurinn sem heldur Alfeð út úr liðinu sem skoraði eina mark leiksins. Zenit St. Petersburg er með fullt hús í H-riðli eftir 3-1 sigur á Lyon og nú átta stigum meira en Lyon og Gent sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. Bæði Bayer Leverkusen og Roma komust tveimur mörkum yfir í ótrúlegum átta marka leik í Þýskalandi en liðin urðu á endanum að sættast á 4-4 jafntefli. Javier Hernández kom Leverkusen í 2-0 á fyrstu 19. mínútum og fékk síðan tækifæri til að skora þrennuna í fyrri hálfleik. Daniele De Rossi jafnaði metin með tveimur mörkum með átta mínútna kafla og staðan var 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoraði Miralem Pjanic frábært mark beint úr aukaspyrnu og varamaðurinn Iago Falque kom gestunum síðan í 2-0 á 73. mínútu eftir frábæran undirbúning Gervinho. Þjóðverjarnir gáfust hinsvegar ekki upp og mörk frá Kevin Kampl og Admir Mehmedi með aðeins tveggja mínútna millibili tryggðu Leverkusen jafntefli í þessum magnaða fótboltaleik. Porto vann 2-0 heimasigur á stigalausu liði Maccabi Tel Aviv og hefur nú tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev og þriggja stiga forskot á Chelsea. Barcelona er með þriggja stiga forskot í E-riðli eftir 2-0 sigur á útivelli á móti BATE Borisov á sama tíma og hin lið riðilsins, Bayer Leverkusen og Roma gerðu 4-4 jafntefli.Meistaradeildin - Úrslit í leikjum kvöldsins:E-riðillBATE Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Ivan Rakitic (48.), 0-2 Ivan Rakitic (65.),Bayer Leverkusen - Roma 4-4 1-0 Javier Hernández, víti (4.), 2-0 Javier Hernández (19.), 2-1 Daniele De Rossi (30.), 2-2 Daniele De Rossi (38.), 2-3 Miralem Pjanic (54.), 2-4 Iago Falque (73.), 3-4 Kevin Kampl (84.), 4-4 Admir Mehmedi (86.),F-riðillArsenal - Bayern München 2-0 1-0 Olivier Giroud (77.), 2-0 Mesut Özil (90.+4)Dinamo Zagreb - Olympiakos 0-1 0-1 Brown Ideye (79.)G-riðillDynamo Kiev - Chelsea 0-0Porto - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Vincent Aboubakar (38.), 2-0 Yacine Brahimi (41.),H-riðilValencia - Gent 2-1 1-0 Sofiane Feghouli (15.), 1-1 Thomas Foket (40.), 2-1 Sjálfsmark (72.)Zenit St. Petersburg - Lyon 3-1 1-0 Artyom Dzyuba (3.), 1-1 Alexandre Lacazette (49.), 2-1 Hulk (57.), 3-1 Danny (83.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira