Tónlist

Skyggnst bak við tjöldin á tónleikaferð Of Monsters and Men - Myndband

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson sjá að mestu um söngin hjá Of Monsters and Men.
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson sjá að mestu um söngin hjá Of Monsters and Men.
Of Monsters and Men hefur sent frá sér myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin hjá hljómsveitinni á tónleikaferðalagi hennar um heiminn. Hljómsveitin lauk rúmlega tveggja mánaða ferðalagi sínu um Norður-Ameríku um helgina en ferðin var til þess að fylgja eftir plötunni Beneath the Skin.

„Ég byrjaði sem umsjónarmaður gítaranna árið 2012, vann mig upp í gegnum hin ýmsu störf áður en ég endaði hér,“ segir Cameron Stewart en hann er „tour manager“ hljómsveitarinnar. Þá var skyggnst bak við tjöldin fyrir tónleika sveitarinnar í frímúrarahúsi Detroit borgar.

Tónleikar sveitarinnar eru að sögn örlítið dekkri en áður og lýsingin er meira svarthvít en áður. Einnig hefur fjölgað á sviðinu. Í myndbandinu er einnig rætt við manninn sem sér um að koma ljósunum fyrir og stýrir þeim en tveir flutningabílar af dóti fylgja hljómsveitinni á hverja tónleika.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

OMAM og Kaleo verða í FIFA 16

Nú hefur verið gefin út einskonar „playlisti“ fyrir útgáfu FIFA 16 tölvuleikjarins sem kemur út í þessum mánuði og þar smá hlusta á þá tónlistarmenn sem eiga eftir að vera spilaðir í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×