Sara Björk: Svíavæll í Guggu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 13:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru klárar í slaginn. mynd/skjáskot Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru mættar til Makedóníu þar sem þær eiga leik gegn heimakonum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017 á morgun. Ísland byrjaði á 2-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli í fyrstu umferð, en á nú tvo leiki á útivelli gegn Makedóníu og Slóveníu. Tveir lykilmenn liðsins; Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir, eru nýkrýndir landsmeistarar. Guðbjörg með Lilleström í Noregi en Sara með Rosengård í Svíþjóð. Í viðtali við SportTV töluðu þær um fögnuðinn eftir að vinna deildina, en töluvert meira fjör var hjá Söru og stöllum hennar í Rosengård í Svíþjóð. „Þetta var aðeins meira spennandi hjá Söru því þær tryggðu titillinn í lokaumferðinni. Við erum búnar að vita svolítinn tíma að við myndum vinna og enn eru tveir leikir eru eftir. Þetta var pínu formsatriði hjá okkur,“ segir Guðbjörg sem ver mark Lilleström. „Það var æðislegt að vinna titilinn í lokaumferðinni eftir langt og erfitt tímabil,“ segir Sara Björk sem viðurkennir að það sé skemmtilegra að mæta í landsliðsferðir eftir sigur í deildinni í stað þess að fá silfur. „Ég hefði verið mjög súr. En ég næ að kúpla mig út úr þessu með landsliðinu. Þetta er annað verkefni, en ég er ánægð í dag,“ sagði hún. Stelpunum líst vel á aðstæður í Makedóníu, en grasið á leikvanginum þar sem spilað er lítur vel út að sögn Guðbjargar. „Maður veit aldrei við hverju maður á að búast þegar maður kemur til þessara landa. En ég held þetta sé bara í góðu lagi,“ segir Guðbjörg sem fékk frí á æfingu í gær. „Hún er orðin eins og Svíi. Það er einhver væll í henni,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir þá kímin að lokum. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru mættar til Makedóníu þar sem þær eiga leik gegn heimakonum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017 á morgun. Ísland byrjaði á 2-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli í fyrstu umferð, en á nú tvo leiki á útivelli gegn Makedóníu og Slóveníu. Tveir lykilmenn liðsins; Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir, eru nýkrýndir landsmeistarar. Guðbjörg með Lilleström í Noregi en Sara með Rosengård í Svíþjóð. Í viðtali við SportTV töluðu þær um fögnuðinn eftir að vinna deildina, en töluvert meira fjör var hjá Söru og stöllum hennar í Rosengård í Svíþjóð. „Þetta var aðeins meira spennandi hjá Söru því þær tryggðu titillinn í lokaumferðinni. Við erum búnar að vita svolítinn tíma að við myndum vinna og enn eru tveir leikir eru eftir. Þetta var pínu formsatriði hjá okkur,“ segir Guðbjörg sem ver mark Lilleström. „Það var æðislegt að vinna titilinn í lokaumferðinni eftir langt og erfitt tímabil,“ segir Sara Björk sem viðurkennir að það sé skemmtilegra að mæta í landsliðsferðir eftir sigur í deildinni í stað þess að fá silfur. „Ég hefði verið mjög súr. En ég næ að kúpla mig út úr þessu með landsliðinu. Þetta er annað verkefni, en ég er ánægð í dag,“ sagði hún. Stelpunum líst vel á aðstæður í Makedóníu, en grasið á leikvanginum þar sem spilað er lítur vel út að sögn Guðbjargar. „Maður veit aldrei við hverju maður á að búast þegar maður kemur til þessara landa. En ég held þetta sé bara í góðu lagi,“ segir Guðbjörg sem fékk frí á æfingu í gær. „Hún er orðin eins og Svíi. Það er einhver væll í henni,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir þá kímin að lokum. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira