Formaður Fylkis: ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2015 12:51 Nafnarnir hjá Fylki. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fyrirliði og Ásgeir Ásgeirsson formaður knattspyrnudeildar. Vísir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, segir að ÍBV hafi í sumar rætt við samningsbundinn leikmann kvennaliðs Fylkis án leyfis. Slíkt er ólöglegt samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Eins og áður hefur komið fram hyggst ÍBV kæra Fylki fyrir að ræða við Jose Enrique, sem er kallaður Sito, framherja ÍBV, á meðan það var enn óleyfilegt. Fylkismenn neita að hafa gert nokkuð rangt en Eyjamenn segjast vera með sannanir um annað. Ásgeir sagði við Vísi í dag að hann stæði við orð sín í þessu máli og ítrekaði að hann hefði ekki haft rangt við. Öðrum félögum er ekki heimilt að ræða við leikmenn sem eru að renna út á samningi fyrr en 16. október ár hvert. Ásgeir segir að Fylkir hafi ekki rætt við Sito fyrr en þá og nú liggur á borðinu samningur við spænska framherjann.Sjá einnig: Samningur við Sito á borðinu „Við höfðum ekkert rangt við og stöndum við allt það sem hefur verið sagt,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Það skýtur líka skökku við að sömu menn sem voru að hræra í leikmanni í meistaraflokki kvenna hjá okkur í sumar séu nú að tala um hversu heiðarlegir þeir eru.“ „Við erum með það staðfest [að ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann Fylkis],“ sagði Ásgeir sem segist verða almennt var við að á Íslandi tíðkist að rætt sé við leikmenn fyrir 16. október. „Við höfum orðið var við það undanfarinn hálfa mánuð eða svo. Það hefur verið haft samband við fullt af leikmönnum. Svona er þetta bara og mun ekki breytast fyrr en reglunum verður breytt.“ Í Evrópu er liðum heimilt að ræða við leikmenn hálfu ári áður en samningur þeirra rennur út. „Það er mjög furðulegt að erlend lið geti haft samband við leikmenn á Íslandi mörgum mánuðum á undan íslenskum félögum. Kerfið er brenglað.“ „En það breytir því ekki að það eru ákveðnar reglur í gangi og þær ber að virða.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10 Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, segir að ÍBV hafi í sumar rætt við samningsbundinn leikmann kvennaliðs Fylkis án leyfis. Slíkt er ólöglegt samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Eins og áður hefur komið fram hyggst ÍBV kæra Fylki fyrir að ræða við Jose Enrique, sem er kallaður Sito, framherja ÍBV, á meðan það var enn óleyfilegt. Fylkismenn neita að hafa gert nokkuð rangt en Eyjamenn segjast vera með sannanir um annað. Ásgeir sagði við Vísi í dag að hann stæði við orð sín í þessu máli og ítrekaði að hann hefði ekki haft rangt við. Öðrum félögum er ekki heimilt að ræða við leikmenn sem eru að renna út á samningi fyrr en 16. október ár hvert. Ásgeir segir að Fylkir hafi ekki rætt við Sito fyrr en þá og nú liggur á borðinu samningur við spænska framherjann.Sjá einnig: Samningur við Sito á borðinu „Við höfðum ekkert rangt við og stöndum við allt það sem hefur verið sagt,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Það skýtur líka skökku við að sömu menn sem voru að hræra í leikmanni í meistaraflokki kvenna hjá okkur í sumar séu nú að tala um hversu heiðarlegir þeir eru.“ „Við erum með það staðfest [að ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann Fylkis],“ sagði Ásgeir sem segist verða almennt var við að á Íslandi tíðkist að rætt sé við leikmenn fyrir 16. október. „Við höfum orðið var við það undanfarinn hálfa mánuð eða svo. Það hefur verið haft samband við fullt af leikmönnum. Svona er þetta bara og mun ekki breytast fyrr en reglunum verður breytt.“ Í Evrópu er liðum heimilt að ræða við leikmenn hálfu ári áður en samningur þeirra rennur út. „Það er mjög furðulegt að erlend lið geti haft samband við leikmenn á Íslandi mörgum mánuðum á undan íslenskum félögum. Kerfið er brenglað.“ „En það breytir því ekki að það eru ákveðnar reglur í gangi og þær ber að virða.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10 Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43
Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10
Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15