Innlent

Móttökuritarinn í Árbæ: Við sýnum yfirlækninum fullan stuðning

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Hrafnhildur Blöndal móttökuritari á Heilsugæslunni í Árbæ, segir að margir starfsmenn muni fylgja Gunnari Inga Gunnarson yfirlækni heilsugæslunnar verði hann látinn fara vegna stuðnings við starfsmenn í verkfallinu.

Gunnar Ingi segist ekki trúa því að málið sé þess eðlis að það endi með brottrekstri. Þegar verkfallið skall á hafi verið óleyst deila milli yfirstjórnarinnar og stéttarfélagsins. Hann hafi einfaldlega leyft móttökuritaranum að ráða því hvort hann fylgdi fyrirmælum yfirstjórnar heilsugæslunnar eða tilmælum stéttarfélagsins.

Bara vanvirðing

Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir framkomu yfirstjórnar heilsugæslunnar með ólíkindum og sýni mikið virðingarleysi gagnvart lægst launaðasta starfsfólkinu á heilsugæslustöðvunum. Þegar læknar og hjúkrunarfræðingar hafi verið í verkfalli hafi starfsemin nánast lagst af meðan gengið sé fram hjá störfum þeirra sem núna leggi niður störf „Þau sýna framkomu sem er óskiljanleg og að mínu mati bara vanvirðing. Þegar einhverjir hjúkrunarfræðingar og læknar vilji styðja við bakið á starfsfólkinu komi yfirstjórnin og hóti brottrekstri.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×