Elska að leika og koma fram á sviði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2015 10:15 Emma og Edda hafa verið bestu vinkonur í tvö ár og nú eru þær að leika saman á sviði ásamt fleiri krökkum á leiklistarnámskeiði í Kópavogi. Vísir/Stefán Emma Kristín Ákadóttir og Edda Guðnadóttir eru bekkjarsystur og bestu vinkonur. Þær semja dansa og búa til vídeó, hafa báðar áhuga á fótbolta og leiklist og eru núna á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs. Emma Kristín og Edda eru báðar á 11. ári og eru í 6. bekk í Lindaskóla í Kópavogi. Íþróttir eru eftirlæti þeirra beggja og Emma nefnir líka íslensku og Edda heimilisfræði þegar þær eru spurðar um uppáhaldsfög í skólanum. Þær segjast vera alltaf saman. „Við kynntumst í 4. bekk þegar Edda flutti heim til Íslands frá Noregi. Við byrjuðum að leika okkur og urðum fljótt góðar vinkonur,“ lýsir Emma „Já, við leikum mikið úti, svo búum við til dansa og förum í fótbolta, “ segir Emma. „Og gerum vídeó,“ bætir Edda við. Núna eru þær Edda og Emma á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs einu sinni í viku og þykir gaman. „Við lærum margt um leiklist og æfum leikrit sem við munum sýna,“ segir Emma sem kveðst hafa mikinn áhuga á leiklist. „Ég elska líka að leika og koma fram á sviði,“ segir Edda. Skyldu þær þurfa að læra hlutverk utanbókar? „Já, við fáum handrit með okkur heim og þurfum að læra línur okkar persóna utanbókar,“ lýsir Emma sem ekki kveðst hafa leikið áður. Edda er vanari. „Ég lék í Noregi í fyrravetur, þar lék ég frænku aðalsöguhetjunnar og söng mikið og síðan var ég á námskeiði hjá Leynileikhúsinu í sumar og lék þar lítið barn.“ Fyrir utan leiklistina dýrka þær báðar að fara á skíði. En hvað langar þær að gera í framtíðinni? „Ég ætla að verða lögfræðingur,“ segir Emma einbeitt. „Mig langar að vera danskennari í hipphopp, spila fótbolta og vera í leiklist auðvitað,“ svarar Edda. Lífið Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Emma Kristín Ákadóttir og Edda Guðnadóttir eru bekkjarsystur og bestu vinkonur. Þær semja dansa og búa til vídeó, hafa báðar áhuga á fótbolta og leiklist og eru núna á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs. Emma Kristín og Edda eru báðar á 11. ári og eru í 6. bekk í Lindaskóla í Kópavogi. Íþróttir eru eftirlæti þeirra beggja og Emma nefnir líka íslensku og Edda heimilisfræði þegar þær eru spurðar um uppáhaldsfög í skólanum. Þær segjast vera alltaf saman. „Við kynntumst í 4. bekk þegar Edda flutti heim til Íslands frá Noregi. Við byrjuðum að leika okkur og urðum fljótt góðar vinkonur,“ lýsir Emma „Já, við leikum mikið úti, svo búum við til dansa og förum í fótbolta, “ segir Emma. „Og gerum vídeó,“ bætir Edda við. Núna eru þær Edda og Emma á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs einu sinni í viku og þykir gaman. „Við lærum margt um leiklist og æfum leikrit sem við munum sýna,“ segir Emma sem kveðst hafa mikinn áhuga á leiklist. „Ég elska líka að leika og koma fram á sviði,“ segir Edda. Skyldu þær þurfa að læra hlutverk utanbókar? „Já, við fáum handrit með okkur heim og þurfum að læra línur okkar persóna utanbókar,“ lýsir Emma sem ekki kveðst hafa leikið áður. Edda er vanari. „Ég lék í Noregi í fyrravetur, þar lék ég frænku aðalsöguhetjunnar og söng mikið og síðan var ég á námskeiði hjá Leynileikhúsinu í sumar og lék þar lítið barn.“ Fyrir utan leiklistina dýrka þær báðar að fara á skíði. En hvað langar þær að gera í framtíðinni? „Ég ætla að verða lögfræðingur,“ segir Emma einbeitt. „Mig langar að vera danskennari í hipphopp, spila fótbolta og vera í leiklist auðvitað,“ svarar Edda.
Lífið Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira