IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2015 13:26 "Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. Mynd/Bylgja Guðjónsdóttir Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00