Tump sagðist hafa séð viðtal við konu sem sagði að þær vildu vera í búrkum og að þeir ættu ekki að skipta sér af því.
„Af hverju í andskotanum erum við að skipta okkur af því? Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig. Sjáið hvað allir eru fallegir í salnum, en væri ekki auðveldara að hylja sig? Væri það ekki auðvelt?“ sagði Trump, samkvæmt CNN.
Þar að auki sagði Trump að ef hann væri kona, væri hann til í að vera í búrku.