Trúa því að Messi sé mættur í Kaplakrika en svo eru handboltamenn latir og ekki í formi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2015 13:30 Arnar Gunnarson er þjálfari Fjölnis í 1. deild karla. vísir/ernir Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni. Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira