Hundrað leikja byrjunarliðið frá Tampere Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 06:00 Hólmfríður bættist í hundrað leikja klúbbinn á mánudag. Vísir/Vilhelm Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira